Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 137
Prestafélagsritið.
Prestsetrin.
131
Athugasemd ritstjórans.
Það sem sagt er hér að framan (bls. 126), um ábúðar-
kjör prestanna á Norðurlöndum, á aðallegast við um
sænsku kirkjuna. Þar voru prestsetursjarðirnar 1910 tekn-
ar af prestunum, en ákveðið að launa þeim að öllu leyti
úr Kirkjusjóði. Áður voru afgjöld prestsetursjarðanna
reiknaðar prestunum til tekna, þótt þeir hefðu fæstir bú-
skap, en leigðu öðrum jarðirnar. Nú þar á mótj hefir
kirkjusjóður tekið við jörðunum, leigir þær út og fær af-
gjöldin. Á það fyrirkomulag alstaðar að vera komið á
árið 1937. Hafa prestar þá að eins embættisbústað sinn
með nægilega stórum trjá- og jurtagarði, en leiguliðabú-
staður er rétt í nánd handa þeim, er jörðina fær á leigu.
— Hafa annmarkar þessa fyrirkomulags þegar komið í
ijós, en verið reynt að bæta úr, með því að framkvæma
lögin svo, að jarðarafnot prestsins yrðu nægileg til þess
að lialda liest og fáeinar kýr.
Alslaðar á Norðurlöndum er stefnan sú, að losa prest-
ana við búskapinn, svo þeir geli gefið sig að prestskapn-
um einum. í Danmörku hefir það að undanförnu verið
hrein undantekning, að prestar hefðu sjálfir búskap, þótt
ekki væri það bannað, eins og i Svíþjóð. Var leiguliða-
ibúð á hverju prestsetri, svo auðvelt var fyrir prestana að
leigja jarðirnar.
Finnar eru að undirbúa lög, sem ákveða eiga, að prest-
ar hafi ekki stærri grasnyt, en sem svari 1—2 kúa- og
hest-fóðri. Þar hafa einnig flestir prestar leigt bújarðir
prestsetranna að undanförnu.
Eins er því varið í Noregi. Þar eru ílestir prestar einnig
hættir búskap, en hafa umráð yfir bújörðum prestsetr-
anna og fá sjálfir að njóta afgjaldsins. Var þetta mikill
styrkur fyrir prestana norsku, þegar dj'rtíðin skall á, því
eftir jarðirnar var borgað í afurðum og hlunnindum, sem
altaf hækkuðu í verði. Hefir ríkið látið byggja upp prest-
setrin, bæði bústað prestsins og leiguliðaibúð. Borgar