Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 171
’ Prestafélagsritið.
Erlendar bækur.
165
og bera sameiginlega titilinn: vKyrkans enheU. Eru sjö fyrirlestra
liefti úr þeim llokki þegar út komin: 1. vKrislni Norðurlanda og
eining kirkjunnara, — fjórir fyrirlestrar eftir biskupana dr. Poul-
sen í Viborg, Jens Tandberg í Oslo, Eklund í Vesteras og próf.
theol. A. Hjelt í Helsingfors, er fluttu hver sinn Olaus-Petri-fyrir-
lestur í Uppsölum haustið 1918. 2. y>Enska kirkjan og eining
kirkjunnarv eftir prófessor Carlj'le. 3. y>Euangelisk kristni Ung-
verjalands og eining kirkjunnar« eftir Heinrich Geduly biskup
og von Révér prófessor. 4. y>Evangelisk krislni Pýzkalands og ein-
ing kirkjunnar« eftir próf. Deissmann og prestana Sigism-Schultze,
R. Schairer og F. Rittelmeyer«. 5. »Vilnisbiirður frá Hollandi og
Sviss« eflir próf. dr. Pont og trúboðsforstjóra Fr. Wiirz í Basel.
6. vSamlmga krislindómur« eflir N. Söderblom og próf. dr. Edvard
Lehmann. Loks er alveg nýprentað hið sjöunda, er nefnist:
»Kirkja Islands og slaða liennar innan krislninnar« (»Islands
kyrka och dess stiillning i kristenheten«) — fyrirlestur (aukinn),
sení sá er þetta ritar flutti á háskólanum í Uppsölum næst-
liðið haust, er mér veittist sá heiður, að vera boðið þangað til
að flytja Olaus-Petri-fyrirlestur. Er fyrirlesturinn 82 blaðsíður
prentaðar og þar gefið stutt yfirlit yfir sögu íslenzku kirkjunnar
frá upphafi til vorra tíma. Mun það vera í fyrsta sinn, sem slíkt
yfirlit yfir kirkjusögu vora birtist á sænska tungu.
Dr. J. H.
DANSKAR BÆKUR.
Af dönskum bókum skal að þessu sinni aðeins minst á fjórar.
»Dansk-islenzk kirkjunefnd« hefir gefið út: »lslands Kirke og
den danske Menighed«. Er það lítið rit, 50 bls. að lengd, prýtt
myndum, skemtilega ritað og vinsamlegt i vorn garð. Höfundur-
inn er Thordur Tomasson prestur í Horsens, sem getið var um í
Prestafélagsritinu í fyrra. Lætur liann, sem kunnugt er, hag is-
lenzku kirkjunnar mjög til sín taka og setur sig aldrei úr færi
með að miðla af þekkingu sinni um ísland og vekja áhuga landa
sinna á kirkjuhögum vorúm.
oMarlensen i sit IJjem og blandl sine Venner«, fræðir um ýmis-
legt úr lífi Martensens biskups. Hefir dóttir biskupsins skrifað
bókina og munu sennilega einhverjir af íslenzku prestunum
hafa gaman af að kynnast þessum lærða og mikilhæfa biskupi
eins og hann hversdagslega kom fram á heimili sínu samkvæmt
lýsingu dótturinnar.
Oscar Geismar: »7 Aand og Sandhed«. Rúmar 20 smáhugvekjur.
Hefir hlotið beztu viðtökur í Danmörku.