Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 91
86
Magnús Jónsson:
Prestafélagsritið.
högg Péturs í Getsemane. Pað var rangt verk, eða að
minsta kosti vanhugsað verk. Jesús vildi ekki láta verja
sig með vopnum, því að þeir, sem með vopnum vega,
skulu og fyrir vopnum falla, og allur andinn í starfsemi
Jesú hefði átt að vera búinn að kenna Pétri, að Jesús
mundi ekki óska þess, að menn bærust á banaspjótum
hans vegna. En göfugri sál lýsti þetta verk. Hann sér ó-
vinina koma og umkringja Jesú til þess að leggja hend-
ur á hann. Þetta er eina hugsunin, sem að kemst: Meist-
arinn er í hættu staddur, og þessi hugsun verður þegar í
stað að athöfn. Hann bregður sverðinu og höggur í óvina-
hópinn, reiðubúinn að leggja lífið í sölurnar fyrir þann,
sem liann elskaði, eins og hann hafði lofað skömmu áður.
Hann er ekki að vega afl mótstöðumannanna, ekki að
reikna út, hve ómögulegt það var, að hann gæti varið
sjálfan sig eða Jesú fyrir flokk heimanna. Oft er hálft
gildi hjálparinnar fólgið í því, að strax sé hjálpað, og
það ber vott um að það er gert í einlægni en ekki af út-
reikningi. Petta gerir Pétur. Hann kastar sér óhikað milli
óvinanna og Jesú. Fyrir slík verk hafa menn orðið frægir
um allar aldir. Mucius Scævola vann ekki neitt stærra
verk en þetta og hefir hlotið lof í söng og sögu fyrir, og
það er óhugsandi annað en slíkt verk veki aðdáun og
djúpan endurhljóm frá hverju óspiltu hjarta, meðan fórn-
fýsi og karlmenska er nokkurs metið. En j'firsjónin var
enn sú sama: Ekki rist nógu djúpt, ekki litið nógu djúpt
á það, að Jesús færði þessum heimi nýjan anda, er gaf
orðum og athöfnum nýtt og umbreytt gildi.
Skj-rast og með mestri nákvæmni er sagt frá stærstu
hrösuninni, sem Pétur lienti, og undirbúningi þess, og á
ég þar við afneitun Péturs í hallargarði æðsta prestsins.
Pað leynir sér ekki hvert þá frásögu má rekja. Orð Péturs
sjálfs speglast þar svo að segja út úr hverri setningu,
jafnvel orðalagið, eins og t. d. »þá mundi Pétur eftir því«,
hvað Jesús hafði sagt við hann o. fl. sýnir þetta. Hann
man fyrst eftir því í þessu sambandi, hvernig Jesús hafði