Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 33
28
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
lætislaus og blátt áfram, liún er helguð af anda efnisins,
sem hann er að fara með. Þar talar »innblásinn« maður,
sem einatt í örstuttum málsgreinum hrifur heyrendurna
með sér. Sýnishorn snildar hans í því tilliti eigum vér
meðal annars í niðurlagi prédikunarinnar á 5. sd. e. þrett.
Par farast honum orð á þessa leið: »Ó þér kristnir menn,
sem með blóði guðssonar eruð endurkeyptir og í hans
dauða skírðir, gefið gætur að sjálfum j'ður og hjörðinni,
sem guð hefir afrekað með sínu blóði, hver í sinn stað:
Pundið er stórt, reikningsskapurinn er mikill, guðs blóð
er dýrt, reiði hans er þung, dómarinn er strangur, lífið
er stutt, dauðinn er vís, helvítið er heitt, eilífðin löng. Og
þér vitið ekki nær eð húsbóndinn kemur«. Og mörg
dæmi þessu lík mætti tilfæra.
Beint hjartnœman prédikara eigum vér yfirleitt ekki þar
sem Vídalín er. Honum er á spámanna vísu meira um það
hugað að hafa áhrif á viljann og vitið, en að hafa áhrif
á tilfinninguna og að hrifa hjartað. Þó á sízt hið kalda og
þurra heima lijá honum; til þess er hann sjálfur alt of
heitur. Og að hjartnæmi bregði fyrir í prédikunum hans,
fyrir það er auðvitað ekki girt, enda væri annað lítt skilj-
anlegt um jafnmikinn tilfinningamann og jafn hjartanlega
gripinn og gagntekinn af sannleika þess, sem hann er að
fara með. Að hann er ekki alveg afskiftur í þessu tilliti
sýna þá líka hinar fögru fösluprédikanir hans og umfram
alt þó hin óviðjafnanlega bœn á undan prédikun, sem að
sumu leyli mun mega teljast alveg einstök í sinni röð.
En svo mælskur sem Vidalin er, jafn andrikur er hann.
Ræða hans er þrungin af frumlegum kjarnyrðum, spak-
mælum, er bera vott um mestu andans auðlegð. Nálega
á hverri blaðsíðu verða fyrir manni stutt kjarnyrði, sem
með hverri þjóð mundu með vitrustu spakmælum talin. Sá
sem fyrir því vildi hafa að fara gegnum prédikanir Vída-
líns, til þess að tína slík orð úr, hann fengi fljótt efni í
heila bók, já, mundi einatt fá að reyna sannleik hins
gamla orðs: »sá hefir kvölina, sem á völina«, ef bókin