Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 81
76
Þorsteinn Briem:
Prestaiélagsritiö.
koma fram í kveðju til látins sonar, þar sem skáldið
byrjar á að tala um fátækt sína.
»Svo fátœkur er nú hann faðir þinn,
hann finnur ei nokkur blóm
að kveðja með einkasoninn sinn,
er senn á að leggja í moldu.
Svo hrollir við hörðum dóm«.
Og siðar í kvæðinu er þetta tvíendurtekið, nálega með
sömu orðum:
»Svo fálcpkuv er nú hann faðir þinn«.
Finst yður þelta ekki merkilegt, að glæsimennið þjóð-
kunna, sem setið hefir árum saman á valdatindi þessa
lands, skuli stíga fyrsta spor sitt til guðs með því að
finna fátækt sína?
Finst yður það ekki koma merkilega vel heim við orö
Krists í upphafi fjallræðunnar, sem ég nefndi áðan?
Gæti það þá verið þess vegna sem oss veitist svo erfið
leiðin upp í sólþokuhillingu trúarinnar, sem þetta sama
skáld kveður um síðar á æfinni, að ver höfum ekki
fundið fátœkt vora, heldur þykjumst vera svo rík?
Ég er hræddur — hræddur um, að svo sé.
Ég held, að eins og vér þurfum að verða hjálparþurfa
til að sannreyna kærleika mannanna, eins þurfum vér og
að finna fálækt og hjálparþörf til að sannreyna guðs
kærleika.
Ég held, að það finni enginn maður guðs kærleika án
þess.
Ég held, að menn þurfi að finna nekt sina og fátækt.
finna synd sína og allsleysi, til, þess að finna kærleika
guðs fullkomlega.
Og eins og það getur verið sönn hamingja að verða í
einhverju hjálparþurfa, til að finna fórnarvilja mannanna
og þar með kærleika þeirra, svo er það og áreiðanlega
einn áfanginn á leiðinni til guðs, að vera hjálparþurfa í
synd sinni og sekt, til þess að geta fundið fórnarvilja
guðs og þar með kærleika hans.