Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 133
Prestafélagsritið.
Prestsetrin.
127
sem er annarstaðar, að við verðum að ganga eigin leiðir.
Og þá er það ekki nema náttúrlegt, að maður vilji vel
athuga sinn gang, áður en farið er að gerbreyta því fyrir-
komulagi, sem við hefir gengist um margar aldir. Ég held
þess vegna ekki, að heppilegt sé að afnema prestsetrin,
jafnvel þótt þau laun fengjust handa prestunum, sem öðr-
um embættismönnum eru boðin, og þá hálfu síður, þegar
þeir eru settir í lægri launaflokk en allir aðrir, og eiga
því sérstaka heimtingu á sérstökum friðindum. En þá
verður líka að ráða bót á verstu misfellunum. Presturinn
má ekki vera neyddur til búskapar, hvort sem hann hefir
hæfileika, efni og ástæður til þess ellegar ekki, og sízt af
öllu má hann vera neyddur til að binda sitt eigið fé og
sitt eigið lánstraust í byggingum, sem hann á ekkert i, og
verður á sínum tíma að fara frá, án þess að fá nokkuð
endurgoldið af því sem hann hefir lagt fram.
Mér finst ekki neitt sérlega torvelt að ráða bót á þessu.
Fyrsta umbótin yrði vitanlega að vera sú, að hverju
prestakalli fylgdi húsnæði fyrir prestinn, einkum þó til
sveita. Og þessu húsnæði yrði svo að fylgja grasnyt, svo
presturinn þyrfti ekki algerlega að lifa í þurrabúð, án
þess þó að þurfa að sinna erfiðum og margbrotnum bú-
skaparstörfum. Pessi hlunnindi yrði presturinn að hafa,
án þess að leiga fyrir þau yrði dregin frá launum hans.
Pessu ætti ekki að vera erfitt að koma i framkvæmd.
Flestar prestsetursjarðir munu vera það stórar, að þær
þola það vel að slíkar grasnytjar yrðu mældar út frá
þeim, og einstöku jarðir eru svo litlar, að þær eru ekki
meira en sæmilegt grasnytjarbýli. Og enginn hlutur getur
veiið eðlilegri og sjálfsagðari en sá, að landsjóður eigi
allar byggingar á sínum eigin jarðeignum, einkum þeim,
sem ekki eru leigðar út til lífstiðarábúðar. Að koma þessu
í framkvæmd er ekki erfitt nú, þegar farið er að byggja
úr steinsteypu, sem ætti að gela haft takmarkalausa end-
ingu, enda væri ekki ósanngjarnt, að preslinum yrði gert
að greiða árlega upphæð, sem viðhaldi svaraði. Enn er