Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 110
104
Sig. P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
þekkir vegalengdir og vegi, getur skilið til hlítar, hve af-
drifarík þessi breyting hlýtur víða að verða. En tölurnar
sýna, að í stað 2—300 manna um miðja 18. öld, hefir
hver prestur nú að meðaltali 8—900 manna söfnuð, og
þjónar oft 2—3, en stundum jafnvel 4—5 kirkjum.
Eins og bent hefir verið á, eru breyttir tímar runnir
upp yfir kirkju íslands. Nýr dagur er risinn yfir henni,
eins og þjóðinni í heild sinni. Og með nýjum tímum eru
gerðar nýjar kröfur til íslenzku kirkjunnar, eins og til
systurkirknanna á Norðurlöndum.
En hverjar eru þá þessar kröfur, sem nútíminn gerir til
kirkju fslands? Svo verður að spyrja.
Þar er því til að svara, að það er enginn hægðarleikur
að þekkja kröfur síns tíma. Ef svo væri, þá mundi margt
vera öðruvísi en nú er um kirkjur ýmsra landa. Ég ætla
mér þvi ekki þá dul, að geta gefið hér nákvæma og tæm-
andi lýsingu á kröfum nýja tímans til íslenzku kirkjunnar.
Kröfurnar koma oft fremur í ljós sem órói og óánægja,
en sem skýrar og ákveðnar kröfur frá söfnuðum eða ein-
stökum mönnum um nýja og betri skipun.
Lýsing mín á kröfunum er því að eins tilraun til þess
að skilja þjóð mina og þær kröfur, sem felast bak við
fríkirkjuhreyfinguna, bak við hinar ýmsu stefnur í trúar-
efnum og bak við óánægjuna með prestastéttina og kirkj-
una i heild sinni.
Ég vil þá byrja á frelsiskröfunni.
Eigi er hægt að undrast það, þótt þjóð, sem á slíkan
uppruna sem íslendingar og auk þess síðustu áratugi hefir
látlaust barist fyrir stjórnlegu frelsi og sjálfstæði, þrái lika
og krefjist frjálsræðis á kirkjulega sviðinu.
Þessi frelsiskrafa getur nú komið fram á nokkuð mis-
munandi hátt. Sumir leggja áherzlu á sjálfstæði kirkjunar
gagnvart ríkisvaldinu og fult frelsi hennar til þess að
ráða sínum málum, án íhlutunar löggjafar- eða stjórnar-
valda. Aðrir leggja áherzluna á frelsi einstaklingsins í trú-
málunum. Þeir viðurkenna, að átrúnaðurinn sé einkamál,