Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 35
30
Jón Helgason:
Prestafélagsrilið*
»Græðgi hins fégjarna tekur aldrei enda. Hann étur
ætíð og er ætíð soltinn«.
»Hinn talhlýðni getur ekki hjá því sneitt að vera allra
þeirra narri, sem að honum ljúga, hversu vitur sem hann
annars er«.
»Sá sem brúkar forvitnina til að rannsaka sitt eigið
hjarta, orð og athafnir, hann mun siður skygnast um
annara«.
»Vantrúin segir, að guð geri ekki jarteiknir eins og á
Eliæ dögum. Ég játa það. En þó vil ég það segja: Að væri
þar til Eliæ-trú, Eliæ-bæn og Eliæ-kærleikur, þá er E!iæ
guð einn og hinn sami, ef honum þætti kraftaverkanna
við þurfa«.
»Sá sem uppelsl iðjulaus, hann á það á hæltu að deyja
ærulaus«.
»Ein kona sem vill ráða fyrir bónda sínum, hún tekur
upp á sig karlmannsbúning, og einn egtamaður, er svo
mjög veltist úr sínu bóndasæti, að hann lætur konuna
fyrir sig ráða, hann býr sig kvenbúningi og má ei hús-
bóndi kallast. Hvorttveggja þetta er að umbreyta guðs
skikkan«.
»Barnið samþykkir kannske ekki strax það sem það
heyrir. En trú mér til, að eitt vont orð grefur meira um
sig en flísin í holdinu«.
»Psamenites Egiptalandskonungur . . . mælti: í mót-
gangi vina sinna skyldu menn gráta, en barnanna ólukka
er slærri og sárari en svo, að hún laki nokkrum tárum«.
»Svo lengi sem einn trúarneisti er í mannsins hjarta,
þá er hann aldrei án guðs, hversu lílill sem hann er; en
guðs kraftur er aldrei lítill þótt hann búi í litlu; þess
vegna fullkomnast hann í veikleikanum«.--------
Svona mælti lengi áfram halda ef rúmið leyfði. En
þetla nægir til að sýna hvílíka gullnámu vér eigum einnig
í þessu tillili, þar sem Vídalíns postilla er. Fjöldi manna
veit það helzt um Vídalín, hve stórorður hann var og hrika-
legur, og jafnvel gifurmæltur i tali sínu á stundnm. Skal