Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 12
Prestafélagsritið.
Jón Vídalín.
7
um lærdómi og sérstaklega rétt óvanalegri biblíuþekkingu.
En varlega er það þó gerandi, enda fullkunnugt, hve
lítilsigld undirbúningsmentun presta vorra var á þeim
tímum. Mér er geði næst að ætla, að prédikanir presta
hér á landi hafi á þeim tímum að miklu leyti verið lánað
góss, útleggingar úr erlendum postillum og guðsorðabókum,
þótt, að sjálfsögðu, hati verið þeir prestar innan um, sem
ekki þurftu slikra »bjálparmeðala« við. Þær postillur, sem
prentaðar voru hér á landi áður en »Jóns bók« kemur
til sögunnar, voru allar sumpart beinar þýðingar, sum-
part »samanskrifaðar« úr útlendum prédikanabókum, eins
og Gísli biskup Þorláksson segir um postillu sína í til-
einkunarorðunum til Henrichs Bielke. Hann kallar hana þar
»et Compendium af [samme] Brochmanni Postil oc andre
fornemme Autoribus«. Eitthvað mun þó Gísli sjálfur hafa
ált í síðari hluta postillunnar, en illgjarnar sálir þóttust
vita, að sumt af því væri ekki hans, heldur Þorláks bisk-
ups föður hans. Því að sjálfur þótti Gisli biskup lítill
andríkismaður. Annars fer mjög litlum sögum af kenni-
mensku þeirra evangelisku biskupanna fyrstu hálfa aðra
öldina eftir siðabót. Er einna helzt gert orð á kennimanns-
hæfileikum Gísla biskups Oddssonar. En vitanlega er ekki
fyrir það girt, að ýmsir hafi í því tilliti verið góðum hæfi-
leikum gæddir, t. d. annar eins gáfumaður og Brynjólfur
Sveinsson. En yfirleitt er svo að sjá, sem biskupar vorir
hafi fremur litið gert að því að prédika sjálfir, nema við
sérstök tækifæri, t. a. m. við prestsvígslur, við jarðarfarir
heldri manna o. þvl.
En hvað sem nú því líður, þá er áreiðanlega víst að
sinn fyrsta verulega afburðamann í þeirri grein eignast ís-
lenzka kirkjan þar sem Jón Vídalín er, og hann þá jafn-
framt svo mikinn, að enginn, hvorki fyr né siðar, hefir
staðið honum jafnfætis þar, hvað þá farið fram úr honum.
Þegar því minnast skal meistara Jóns á þessu ári, tveim
öldum eftir andlát hans, á samkomu eins og þessari, er
ekki nema eðlilegt, að hugurinn hvarfli til hans svo sem