Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 95
90
Magnús Jónsson:
Prestafélagsritið.
anna, og hann hefir vissulega ekki gleymt því yfir hrösun
Péturs, að hann, þetta stóra, en þó veika barn, var þarna
í nándinni við hann á hættunnar stund. Annars hefði
hann varla farið að bæta lionum upp þessa þreföldu af-
neitun með því, að gefa honum kost á þvi, að fullvissa
hann þrisvar um, að hann elskaði hann, eins og liann
gerði síðar.
Petta er það, sem er athugavert við mistökin hjá Pétri.
Pau bera öll á sér göfugan svip af því að þau eru sprott-
in af göfugri rót, eru sprottin upp úr göfugum jarðvegi.
Pau eru kærleikshót, sem blossa hærra en hann ræður
við, og lyfta honum þvi rétt á litið óraveg upp fyrir aðra,
sem ekki rata á afvegu, af því að þeir hætta sér aldrei
úr híðinu. Einmitt í þessum frásögum um það, hvernig
Pétur hrasaði, sem kynnu að koma mönnum fyrir sjónir
sem mótsögn við foringjastöðuna, einmitt i þeim sjáum
vér foringjaeinkennin: Kærleiksmáttinn, sem sýnist vilja
sprengja alla fjötra af sér, athafnalöngunina, sem aldrei
lætur standa við tilfinninguna tóma eða orðin, og fús-
leikann, sem þegar hefst handa og ræðst á á svipstundu
og af öllum mætti, án þess sífelt að horfa til hliðar og
reikna út. Petta kemur glæsilega fram, þegar það fer í
rétta stefnu, eins og t. d. við Sesareu Filippi, þegar Jesús
spurði þá, hver menn héldu að hann væri, og svo hvað
þeir héldu um það. Pá var Pétur eins og ávalt fljótur til
svarsins: »Pú ert Ivristur«. Hér er ekki efinn eða hálf-
velgjan. Eða þá þegar Jesús hafði talað svo hörð orð, að
því er mönnum fanst, að lærisveinar hans fóru að yfir-
gefa hann í hópum, og Jesús segir við þá tólf: »Ætlið
þið lika að fara burt?« Pá var Pétur fljótur til svars:
»Herra, til hvers ættum vér að fara? Pú hefir orð eilífs
lífs og vér höfum trúað og vitum, að þú ert hinn heilagi
guðs«. Hún er líka falleg sagan um það, þegar þeir sjá
Jesú á landi, en þekkja hann ekki strax. En þegar Pét-
ur varð þess var, að það var Jesús, girti hann að sér
kyrtilinn og stökk í vatnið til þess að komast sem fyrst