Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 27
22
Jón Helgason:
Prestafélagsritið,
á vegi manns, bæði góðar og illar, og hann skilur þær
dásamlega vel. Honum verður matur úr öllu, enda smá-
atvikum, sem fæstir annars veita eftirtekt, og getur heim-
fært þau upp á lífið og kringumstæðurnar. Hann er skarp-
ur sálarfræðingur, gerhugull um það, sem með manninum
býr, bæði af góðu og illu. Og aldrei brestur hann dæmi
til að sanna sitt mál. Sama er um tilvitnanir hans að
öðru leyti; þær eys hann engu síður úr hinum ómerkari
ritum en úr sjálfum höfuðritunum. Pað er eins og hann
sé alstaðar jafnvel heima. Hann virðist engu síður hand-
genginn gamla testamentinu en hinu nýja, engu síður
handgenginn spámannabókum og skáldritum en sögurit-
unum. Prédikanir hans eru troðfullar af tilvitnunum, og
svo óvenjulegt lag hefir hann á að nota þær og heimfæra
upp á efni sitt, að Iesandanum finst þeim rétt aldrei of-
aukið, hvað þá, að til þeirra sé gripið eins og til þess að
fylla upp í hugsanaeyður með þeim, eins og oft vill við
brenna hjá okkur smærri spámönnunum. Tilvitnanirnar
fæðast hver af annari með einhverri eðlisnauðsyn. Ein
greinin er varla komin úr pennanum, fyr en önnur er
komin í hugann og býður sig fram. Tilvitnuðu orðin
koma altaf hjá honum eins og að innan úr sálu hans,
þar sem þau hafa verið geymd; þess vegna renna þau
líka alveg ósjálfrátt saman við ræðu hans, upplýsandi,
vekjandi og áherðandi. Og ræða hans er yfir höfuð ávalt
umvafin og lituð af orði ritningarinnar, talsháttum og
málvenjum, alt eins þar sem ekki er um beinar tilvitn-
anir að ræða. Þess vegna hafa líka prédikanir Vídalíns
átt mikinn þátt í því að auka vitnisburði ritningarinnar
gildi í augum samlanda hans á eldri tíð, meðan þær voru
mest lesnar af öllum almenningi.
Þegar litið er á tilvitnanir hans í heilaga ritningu og
dæmin, sein hann tilfærir úr henni, þá verður, eins og
áður er vikið að, gamlatestamentið honum jafnvel hendi
nær en hið nýja. Hann hefir sýnilega hinar mestu mætur
á ritum þess, á hinni trúarlegu guðrækni eins og hún