Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 21
16
Jón Helgason:
Prestafclagsritið.
nær menn eiga að gera verk sinnar köllunar, sem guð og
konungurinn hafa þeim á hendur falið? Ég vil ekki tala
um það, hversu menn leita sér fordildar í að spilla stefn-
um og vitnum . . . útleggja lögin eftir því sem menn
þykjast þurfa í það og það skiftið, og aka þeim eins og
seglum eftir veðrinu . . . hversu óhlífnir menn eru í að
traðka málunum og þótt ég segði blygðunarlausir, þá
segði ég ekki of mikið . . . hversu slægvitrir menn eru í
því, að skjóta málum á frest án allra orsaka, svo að
hinn fátæki og einstæðingurinn og jafnvel á stundum þótt
hann sé málsmetandi, ef dómarinn er honum mótfallinn,
— þeir neyðast til að standa af rétti sínum. . . . Mun
ekki skálkurinn og hinn óguðlegi vaxa við alt þetta og
æfa sömu skammir óttalaust? . . . Er ekki slíkt að ráða
djöflinum verkþræla til handa í sinn akur? . . . Ég hefi
lesið í guðsmanns riti, er lifði fyrir 100 árum hér í landi,
hvers sál nú lifir í himninum, en minningin er ágæt á
jörðinni; hann segist hafa talað við einn mann, er sagt
hafi: að hann ekki vildi sverja rangan eið, þótt honum
sex hundruð gefin væru, en hefði það sjöunda verið í
boði, þá mundu kannske hafa runnið á hann tvær grím-
ur — skrifar þessi guðsmaðar. Þetta var að sönnu ein
höfuðskömm, sem hann talar um; en ekki hygg ég menn
þurfi að kaupa svoddan nú um stundir sumstaðar, það
mun fást ókeypis, ef dómarinn er velviljaður þeim er á
liggur«.------
Sem geta má nærri er vandlætingarsemi Vídalíns ekki
hvað minst gagnvart sinni eigin stétt, andlegu stéttinni, »oss,
sem berum Arons skrúða«. »Ég vil ei tala um það, segir
Vídalín, hversu lítið sumir af oss vanda kenninguna af
prédikunar-stólnum. Finnast munu þeir eð ætla sig vel
hafa rekið guðs erindi, ef þeir fylla upp eyru tilheyrend-
anna með háreysti nokkru og mælgi þeirri sem hvergi á
heima, en gæta ekki að því, hvort hinn sturlaði finnur
huggun þar í, hinn fávísi leiðréttingu, hinn dofni og hirðu-
lausi uppvakningu . . . þegar menn hrifsa eitthvað út úr