Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 123
Prestafélagsritið.
Barnahæli.
117
sú reynsla vera í nágrannalöndum vorum, að barninu sé
yfirleitt betra að komast á gott heimili til fósturs, og þá
er það ekki ósennilegt, að það ætti líka bezt við hjá oss,
einkum er það er í samræmi við forna venju. En erfið-
leikarnir eru fólgnir í því, að sumstaðar eru svo fá góð
heimili, sem vilja taka börn til fósturs.
Þess vegna held ég að fyrsta sporið sé að stofna alls-
herjar fósturheimilafélag fyrir alt landið, með undirdeildum,
þannig að í liverri sýslu, að minsta kosti, væri eitt félag,
sem starfaði að því að útvega börnunum góða staði til
fósturs, fyrst börnum innan sýslunnar og svo frá öðrum
félögum, og hefði eftirlit og umsjón með öllum börnum á
félagssvæðinu, og þá einkum börnum félagsins; sæi um
að þeim liði vel og liti til með þeim fram eftir unglings-
árunum. Þá hefðu öll slík börn einhvern, sem þau vissu
að þau mættu leita til, ef þeim liði illa, og fósturforeldr-
arnir mundu þá líka gæta skyldu sinnar betur, ef þau
vissu, að vakandi auga væri sífelt haft með börnunum.
Ef ég ætti að gera tillögur í þessu máli, eftir þeirri litlu
þekkingu, sem ég hefi getað aflað mér á því, þá mundu
þær fara í þessa átt í höfuðdráttunum:
1. Að stofnuð yrðu félög um land alt til þess að starfa
fyrir börnin, — vekja áhuga fyrir málefninu, útvega börn-
um góða dvalarstaði og hafa eftirlit með þeim. — Ætti
stjórn þessara félaga að fá vald til að taka þau börn á
félagssvæðinu, sem ættu við bág kjör að búa eða sættu
illu uppeldi, frá foreldrum eða fósturforeldrum, og það
jafnvel mót vilja þeirra, og fá þeim annan dvalarstað.
2. Að öll þessi félög störfuðu saman, með einni yfir-
stjórn, og mætti áfrýja úrskurðum undirstjórna til yfir-
stjórna, ef ágreiningur jrrði milli foreldra eða aðstandenda
barna og undirstjórnar.
3. Yfirstjórnin ætti að koma upp bráðabirgðarbarna-
hælum, þar sem nauðsynlegast þætti, til þess að geta tekið
á móti börnum þangað, þar til góður dvalarstaður fengist.
Einnig þyrfti félagið að eiga hæli, í Reykjavík að minsta