Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 163
flPrestafélagsritið.
KRISTILEGUR ALHEIMSFUNDUR.
SAMVINNUTILRAUNIR BISIÍUPAKIRKJUNNAR í BANDA-
RÍKJUNUM.
Eftir séra Friðrik J. Rafnar.
í síðasta árg. Prestafélagsritsins er gerð grein fyrir sam-
drætti þeim, sem nokkrir helztu kirkjuhöfðingjar Norður-
landanna hafa gengist fyrir í kirkjumálum, og vænst þess
að samvinna sú, sem þar er stofnað til, meðal þjóðkirkna
Norðurlandaríkjanna, sem aðallega er að þakka forgöngu
Söderbloms hins sænska erkibiskups, verði kristni og
kirkjulífi þessara rikja til blómgvunar og blessunar. Þarf
sizt að efa, að svo muni verða, svo mætir menn sem þar
«iga hlut að málum.
En nokkru fyrri en þessi umgetna samvinnuhreyfing
lifnaði hér á Norðurlöndum, varð biskupakirkja Banda-
ríkjanna til þess að taka á stefnuskrá sina samvinnu
meðal allra kristinna kirkjudeilda um víða veröld. Var
það mál fyrst rætt á almennu kirkjuþingi í Cincinnati árið
1910, og samþykt þar á þinginu að leita samvinnu og
félagsskapar við alla þá, sem »viðurkendu drottinn Jesú
Krist sem frelsara heimsins«, og fá þá til að taka þátt í
alheimsþingi um kristindóms- og kirkjumál. Hefir bisk-
upakirkjan síðan gefið út rit, sem heitir »The World Con-
ference for the Consideration of Questions touching Faith
and Order«, þar sem skýrt er frá tilgangi hreyfingarinnar,
og starfsemi þeirra nefnda, sem kosnar hafa verið til þess
að hrinda samvinnumáli þessu áfram. Er tilganginum
bezt lýst með orðum þeim, sem tilfærð eru á grísku, lat-
ínu og ensku framan á hverju riti: »Allir eiga þeir að
vera eitt, — eins og þú, faðir, ert í mér og ég í þér, eiga
þeir einnig að vera í okkur; til þess að heimurinn skuli