Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 60
Prestafélagsritið.
Jón Vídalín.
55
Ég kaldur og þreyttur kem úr langferð;
en kannske mig sé að dreyma.
Ég heima’ á þó góða heimvon.
Á ljósið ég stefni’ úr hreti’ og hríð,
og heim kem ég þá um síðir.
Og dóttir og kona dátt mér fagna,
þá dimmar eru’ úti hríðir.
Ég hér á þó góða heimvon.
Á ljósið ég stefni, er guð mér gaf,
það gleðinnar ljósið bjarta.
t’ar frelsarinn við mér faðminn breiðir
og fast mig sér vefur að hjarta.
Ó, hve sú er góð mín heimvon.
Nú blasir við mér hið bjarta land,
sem blómgast um aldir alda.
Ó, leið þú mig, guð, í gegnum dauðann,
i gleðina þúsundfalda.
Ég hefi svo góða heimvon.
Ó, hve mig nú langar, langar heim
í ljósið og friðinn sanna;
já heim, heim á fagra, stóra staðinn
á storðu lifandi manna.
Já, heim, — ég hef góða heimvon.
Nú tunga mín stirðnar og þróttur þver,
nú þagnar min raustin skíra.
En eitt er það, sem má aldrei þagna;
guðs orðið hið hreina og dýra.
Pað hljóðar um góða heimvon.
Hvað heyri’ eg? Hlustið, hlustið þér,
og hlýðið þér drottins orðum.