Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 143
Prestaféiagsritið. Kristindóms- og kirkjumál. 137
Hér hefir svo mikið verið prédikað um sijndina og
dauðann. Það gerir menn daprari.
Ég er lirædd um að eitt, sem hefir gert alþýðuna frá-
hverfa kirkjunni, sé m. a. það, hvað því hefir verið haldið
á lofti, að kirkjan liafi beitt ranglega valdi sinu fyr meir,
en minna talað um hjálpina og huggunina, sem hún veitti
meðan myrkrið var hér mest, og yrði of langt mál að
rökstyðja hér, hvilíkur misskilningur það er; því allir,
sem vilja, vita það vel, að það voru breyzkir þjónar
kirkjunnar, sem þannig misbeittu valdi sínu, en að hið
mikla mannúðar- og jafnréttisboðorð kirkjunnar stendur
óhaggað enn í dag: »Alt, sem þér viljið að aðrir menn
geri yður, það skuluð þér og þeim gera«.
Sem stendur er svo mikil vorleysing í þjóðinni okkar,
hún á svo bágt með að stilla í hóf; það á að sparka
öllu því gamla fyrir borð, en kjölfestuna má þó ekki
vanta. fað er talað um að menn »fari í guðsríki«, þegar
þeir deyja, og það er nú ágætt. En — hvers riki er þetta,
sern við erum í nú? —
Eg er meðlimur i víðtæku brezku kvenfélagi — Girls
Friendly Society —; það hefir tvenn einkunnarorð: »Leitið
fyrst guðsríkis« og: »Berið hver annars byrðar«. Ég er
sannfærð um, að fjöldi fólks, karlar og konur, er altaf að
»leita guðs rikis«, með mikilli alúð og brennandi trúar-
þörf, en það fer svo dalt að jafnvel ástvinir þeirra mega
ekki vita það. Það er nú einu sinni eðlisfar íslenzkrar
alþýðu að fárast um smámuni, en stinga því stóra í
barminn, og leggja »þagnargull« ofan á; þar á meðal eru
trúmálin. En ég efast um, að það sé rétt, bæði gagnvart
mannfélaginu og málefninu, því að það er ekki nóg að trúa
á Krist, við eigum líka að vitna um hann.
Nei, hér má konurnar ekki vanta, með lipurð sina og
fórnfýsi; þær gætu myndað nýjar leiðir ut frá kirkjunni,
inn á hvert einasta heimili, og til kirkjunnar aftur; greitt
prestunum veg; hjálpað til að glæða trúna á kœrleikann,
tjósið og lifið.