Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 127
Preslafélagsrilið.
PRESTSETRIN.
Eftir séra Gísla Skúlason.
t*egar síðasta Alþingi gerði gagngerðar breytingar á
launakjörum embættismanna, þá var launum presta líka
breytt, þó hvergi væri að sama skapi og launum annara
embættismanna. Prestastefnan 1919 tók þá málið til með-
ferðar og gerði litlar breytingatillögur á frumvarpinu, en
aðaltillaga hennar, um fulla dýrtíðaruppbót til allra presta,
náði þó ekki fram að ganga.
Pað sem ekki sízt vakti fyrir prestastefnunni að sætta
sig við lögin yfirleitt eins og þau voru í stjórnarfrum-
varpinu, var meðvitundin um það, að óhjákvæmilegt
myndi vera að gera gagngerðar breytingar á núgildandi
meðferð prestsetianna, umfram alt á húsabyggingum þeim
sem þar eru. í því efni hefir hingað til tíðkast það skipu-
lag, sem alveg má dæmalaust heita. Prestar, þeir er þurft
hafa að húsa prestsetur sín, hafa sem sé fengið »lán« til
þess úr landssjóði, þetta lán hafa þeir auðvitað síðan
orðið að greiða aftur með rentum, úr eigin vasa, og að
þvi loknu hafa öll húsin orðið eign staðarins. Pegar nú
þess er gætt, að lánið, sem tekið hefir verið, hefir, þegar
bezt hefir látið, hrokkið fyrir helmingi kostnaðar við
íbúðarhúsið eitt, þá ætti ekki að þurfa að eyða mörgum
orðum til þess að rökstyðja það, að önnur eins aðferð og
þessi er hrein og bein féfletting á prestunum, sem er til
skammar, að nokkurn tíma skuli hafa átt sér stað, og
með engu móti má haldast lengur. Ég get ekki í stultri
timaritsgrein, komið þvi við að nefna mörg dæmi um þá
féfletting, sem prestar í þessu efni hafa mátt sæta, verð