Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 10

Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 10
Prestafélagsritið. Jón Vídalín. 5 þeim er hann unni, og undirmönnum sínum hollur og nærgætinn yíirboðari, sem því og átti vinsældum að fagna hjá öllum þorra presta þeirra, sem undir hann voru gefnir, þótt hann væri á hinn bóginn einatt strangur eftirlits- maður um hag kirkna og vandlætingasamur um hegðun og embættisrekstur kennimanna. En hann var jafnframt eins og ég áður vék að, ærið geðríkur maður og ráðríkur, þoldi illa mótgerðir annara, og var málafylgjumaður meiri en jafnvel holt var manni í hans stöðu. Auk þess mun hann ekki hafa verið með öllu laus við drykkjuskap, þennan höfuðlöst samtíðar sinnar. Að sjálfsögðu hefir það ekki þótt sérlegt tiltökumál á þeim tímum, þar sem allir drukku meira og minna og alt landið flóði í brennivíni, þótt einn biskup staupaði sig í viðlögum eins og aðrir. En þó má gera ráð fyrir því, að það hafi gert honum erfiðara fyrir en annars hefði verið, að hefjast handa gegn þessum þjóðarlesti, sem svo miklu illu kom til leiðar með þjóðinni. Og ekki er ólíklegt, að hann hefði staðið betur að vfgi gagnvart því svolamenni Oddi lögmanni, sem var mesti drykkjumaður, ef biskup hefði sjálfur þar haft fullkom- lega hreinar hendur. En þrátt fyrir þetta — þótt hann bæði í þessu tilliti og mörgu öðru væri barn sinna tíma, þá hafði hann að geyma guðhrædda sálu og innilega trúhneigða. Og þar sem hann jafnframt var sá afburða gáfumaður sem liann var og gæddur alveg einstakri mælsku, þá er sízt að furða þótt hann áynni sér nafnfrægðina mesta sem kmnimaður. Enda er það þetta samanlagt sem skapað hefir honum frægðar- orðið sem mesta kennimannaskörungi íslenzkrar kristni á öllum öldum. Því að þann heiður á Jón Vídalín og það lof verður aldrei frá honum tekið. Og hann er ekki að- eins mestur kennimannaskörungur með íslendingum á þeim tímum, heldur einnig um öll Norðurlönd. Ég hefi reynt að kynna mér þá hluti eftir föngum og niðurstaðan orðið sú, að sem mælskur og andrikur prédikari sé Jón Vídalín
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Prestafélagsritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.