Blanda - 01.01.1932, Page 16
10
sem hann kæmist á fætur aptur, skyldi hann brjóta
svo i okkur beinin, sem viÖ hefÖum brotið sængina.
Eptir þaÖ báðum við af hjarta, að guð léti hann
ekki komast á fætur, hvað og skeði, aÖ hann dó þann
5. Martii. Hafði eg þá verið hjá honum hálft þriðja
ár, en átti eptir eitt. Var eg þá svo sem sloppinn
úr fjötrum, því eg hafði þá ekki neitt að óttast.
Hún1) varð þá að líÖa og umbera, hvort eg erfið-
aði henni eða mér, og launaði eg henni þá aptur
það, sem hún hafði mér áður gert. Sex vikum siðar
giptist hún aptur öðrum snikkara, sem hét Hans
Jörgen Bakar, háþýzkur, ættaður úr Scopinlandi2).
Hann var mér góður meistari. Hann gaf mér mitt
læribréf.3)
Anno 1672 fékk eg bréf frá íslandi, frá móður
minni, að faðir minn væri afgenginn,4 5) hvað mér
var lítil gleði að heyra. Þenkti eg þá að koma aldrei
til íslands meir.
Anno 1673 var eg skrifaður laus úr mínum læri-
árum, og meðtók eg mitt læribréf. Anno 1673, þann
13. Apr(ilis) sór eg mig í stallbræðralag við einn
danskan snikkarasvein, sem hét Matthías. Tókum
okkur svo far hjá einum skipherra að Dantzig í
Polenr'). Þessi skipherra hét Hans Fox, danskur að
ætt og bjó í Kaupmannahöfn.
1673 þann 28. Apr. gengum vér til seels frá K(aup-
m.)höfn, höfðum þaðan góðan vind og komum 30.
Apr. til Dantzig. Þar fékk eg meistara, sem hét
Jacob Effert. Hjá honum var eg 3 vikur, og féll slétt
1) þ. e. ekkjan.
2) Svo, eflaust = Schwaben.
3) þ. e. námsskírteini.
4) Hann hefur þvi andazt það ár, eða ef til vill 1671.
5) Danzig var þá fririki í sambandi við Pólland.