Blanda - 01.01.1932, Side 213
20 7
þetta greinilega hinum mikla ugg almennings viÖ
væntanlegt harÖræÖi, enda mun einmitt þessi fyrir-
skipun amtmanns um manntaliÖ í sambandi viÖ nauÖ-
ungarflutninga hafa snúiö hugum margra frá Græn-
landsför, þeirra er áöur höföu látið skrásetja sig
°g séö eptir því flani. Hvort fleiri en þessir 3 sýslu-
'nenn hafi hlýtt skipun amtmanns um manntaliö
hef eg ekki fundið rök fyrir, en sé svo þá eru þau
nianntöl (t. d. úr Gullbringu- og Kjósarsýslu,1)
BorgarfjarÖar-, Mýra- og Snæfellsnessýslu) nú ef-
laust glötuð fyrir löngu, en líklega hafa þau aldrei
veriö gerð. Að amtmaður snýr sér í þessu Græn-
landsmáli að eins til sýslumanna í suðvesturhluta
landsins (frá Jökulsá á Sólheimasandi til Skraumu)
niun stafa af þvi, að skipinu, sem átti að flytja
Gríenlandsfarana vestur, hefr verið ætlað að koma
nð eins á suðurlandshafnirnar (Eyrarbakka austast
°g Stykkishólm(?) vestast), enda var þaöan styzt
til nýlendunnar Godthaab. Amtmaður hefur ætlað, að
nægilegt væri að smala að eins þennan hluta lands-
'ns, eins og einnig reyndist, ef enginn bobbi hefði
homið í bátinn.
Þá er amtmaður hafði fengið skrárnar yfir Græn-
landsfarana úr öllum sýslunum, er hann hafði leit-
til, nema úr Snæfellsnessýslu, þvi að hún kom
ehki nógu fljótt, ritaði hann grænlenzku nefndinni
tanga skýrslu um þetta mál 19. september 1729 (Brb.
s- á., bls. 288—294), og telur þar 42 búsetta menn,
er hafi skráð sig, flestir með konum sínum og fjöl-
skyldu, 33 giptar konur, 21 fullvaxna, unga menn,
J4 ógiptar stúlkur, 26 piltbörn og 30 stúlkubörn, o.
J) Annars sést ekki, aS amtm. hafi fyrirskipað þar al-
mennt manntal. Hefur ef til vill sleppt því þar, með því
þetta var undir handarjaðri hans, og honum kunnugast.