Blanda - 01.01.1932, Page 383
377
biöja þeir, „fyrir guös skuld og heilagrar kirkju
vegna, vors herra kongsins náö og erkibiskupsins
og allt ríkisins ráö í Noregi að styrkja og hjálpa
heilagrar kirkju rétt hér í landið og biskupinn, svo
að kirkjan mætti halda sitt frelsi eftir því, sem
kirkjunnar lög votta og kristinréttur útvísar" (ísl.
fbrs. VI. 389—391). Þetta sumar er sagt, að Hrafn
Brandsson hafi farið utan með Þjóðverjum og hefur
hann ætlað að tala málum sínum við konung og
norska ríkisráðið (sbr. Isl. fbrs. VI. 406). Sama
sumar sigldi og Ólafur biskup og er hann að visu
í Björgvin 12. sept. 1481, því að þar undirritar
hann bréf með öðrum ríkisráðsmönnum (ísl. fbrs.
VI. 400—402). Hrafn lögmaður fékk erlendis enga
áheyrn, hvorki hjá veraldarvaldi né kirkju, enda var
hann í óvingan við Þorleif Björnsson, sem þá var
líka í Noregi og hefur sjálfsagt afflutt hann við
ríkisráðið (sbr. ísl. fbrs. VI. 395—397). Erkibiskup
var, eins og vænta mátti, allur á bandi Ólafs bisk-
ups, enda virðist biskup hafa haft lög að mæla í
málum Bjarna, þótt hart þætti undir að búa, að
því leyti sem málið var kirkjumál. 22. sept. 1481
gefur erkibiskup út bréf, þar sem hann rifjar fyrst
upp kærur biskups á hendur lögmanni, fyrst, að
hann hefir tekið Randíði að sér, „eina utlaga
kvinde“, er sjálf hafi játað á sig legorð með föður
sínum1), og að hann, forboðaður maður, hafi settsig
ólöglega inn í kirkjunnar vald með því að dæma
mál þeirra feðgina. Staðfestir erkibiskup alla máls-
meðferð og dóma biskups á málum þeirra, en lýsir
1) Engin gögn önnur eru fyrir játningu Randíðar, enda
mun hún allt af hafa synjað fyrir áburðinn um legorð með
Bjarna. Hefur biskupi eða prestum hans víst ekki einu sinni
gefizt færi á að yfirheyra hana nokkru sinni.