Blanda - 01.01.1932, Page 47
4i
að norðan, eflaust bróðir séra Jóns Bessasonar á
Sauðanesi (f iÓ75)og þeir líklega synir Bessa Guð-
mundssonar, sem getið er við bréfagerðir á Hólum
í Hjaltadal fyrir og um 1600. Bróðir séra Jóns og
Guðmundar hefur verið Guðbrandur Bessason, sem
bjó í Fáskrúðsfirði, og mun hafa borið nafn Guð-
brands biskups, eins og séra Guðbrandur aðstoðar-
prestur á Hofi í Vopnafirði (f c. 1673) son séra
Jóns á Saúðanesi. En son Guðmundar á Melrakka-
nesi, áður en hann fór að norðan og kvæntist, hygg
eg að verið hafi Bessi Guðmundsson, sem lærði í
Hólaskóla, sigldi til háskólans 1641 og varð síðar
prestur í Landskrona á Skáni (er þá var danskt land),
en andaðist þar ungur úr drepsóttinni 1654. — Al-
bróðir séra Narfa (fremur en hálfbróðir) hefur ver-
ið Bessi Guðmundsson, síðar sýslumaður (f 1723),
en hann var fæddur um 1646 og því 16—18 árum
yngri en séra Narfi bróðir hans. Narfi lærði í Skál-
holtsskóla og hefur verið útskrifaður þaðan 1652,
en 9. júlí 1654 var hann prestvigður af Brynjólfi
biskupi til Berufjarðar- og Berunessókna, samkvæmt
köllun eða kosningu nokkurra sóknarmanna þar. Fór
hann þá þegar austur til brauðs síns og messaði þá
við og við í Heydölum fram að jólaföstu það ár,
í útistöðum séra Þórarins Eiríkssonar, er dæmdur
var frá prestskap á prestastefnu biskups þar í sept.
s. á., og var séra' Narfi þar staddur, og ritar undir
visitasíuna, bæði í Heydölum 12. sept. og í Berufirði
14. s. m. En prestsþjónusta hans varð ekki löng í
Berufirði, því að hann sagði brauðinu af sér snemma
árs 1657, og virðist þá hafa farið suður í Skálholt
til að tilkynna biskupi þetta, því að biskup segir svo
í bréfi 10. apríl1), sem verður að skoðast sem svar
1) Brb. Br. Sv., A. M. 270 fol., bls. 307.