Blanda - 01.01.1932, Side 23
*7
oss fyrir honum, því hann tók sig í lopt uppyfir
mann. Þessi maSur hjó til mín, og kom oddurinn
á hnífnum í vasagatiÖ á kjólnum mínum, og skarst
svo í sundur gehengið1), sem korÖahnífurinn hékk
í og tvennar buxurnar og svo ofan í hnéð, og risp-
a'Öi fyrir oddinum á knéinu. AnnaÖ högg hjó hann
mig i skörmunginn2) á hægra fætinum, sem enn
sjást merki til. Allir fengu nokkurn áverka af hon-
um, en svo lauk, að hann lá dauður eptir. Urðum
vér þá allir teknir um nóttina af vagtinni og settir
í vagthúsið, þar til um morguninn, þá vorum vér
færðir fyrir ráðið. Síðan var sá dauði sóttur og
skoðaður. Voru þá á honum 49 áverkar, hvar með
að voru 3, sem þeir ályktuðu að væru dauðlegir
áverkar. Sá fyrsti var, að hann var rekinn í gegn,
annar, hann var heilaklofinn, þriðji, það var höggin
af honum önnur kinnin, og hékk svo ofan á öxl.
Var svo dæmdur dómur, að það skyldi vera hans
banamaður, sem hann hefði rekið í gegn. Beiddumst
vér svo dómsins og fengum ekki. Siðan vorum vér
spurðir að, hver hann hefði rekið í gegn, en enginn
þóttist vita það, hver það hefði gert. Meðgengum
vér allir, að vér hefðum hans banamenn orðið, en
ráðið þóttist ei kunna að lífláta oss alla fyrir einn
mann. Vorum vér síðan færðir í fangelsi og bundnir
með mjóum járnhlekkjum, þó svo, að enginn náði
til annars. Þar var dauflegt inni, bæði af óklárind-
um3) og illum daun, sem nærri má geta. Þar sátum
vér í 3 vikur, og var gefin hverjum ein brauðkaka
um daginn til matar, og svo sem merkurbolli með
vatn. Vorum vér svo færðir tvisvar í viku fyrir ráð-
1) = slíörið.
2) Svo, þ. e. sköfnunginn.
3) óhreinindum.
Blanda V.
2