Blanda - 01.01.1932, Page 334
328
Þá sagöi draugurinn: „Neyttu fallsins, karlmaöur."
Og so gerða eg so.
Veöurspá og veöurbæn Vigfúsar var þessi: Eg
spái og vilda, að þaö kæmi snjór, sem kæföi alt,
vindur, sem feykti öllu, vatn, sem drekti öllu, og
eldur, sem brendi alt. Ekki veit eg, hvort Vigfús
var kirkjurækinn eöa ekki, en í húsvitjunarbók föö-
ur míns 1848 er þaö sérstaklega tekið fram, að
þaö ár hafi hvorki Páll Jónsson (Svarti-Páll) á
Skaptárdal né Vigfús bóndi (í) Eingidal verið til
sakramentis.
Arni sonur Vig'fúsar var öðruvísi en fólk flest,
skrítinn opt í tilsvörum og undarlegur í háttum, og
sagt er, að hann kveikti ekki ljós, en sæti öll kvöld
í myrkri, er hann bjó á Hervararstöðum, stundum
einn, en stundum hafði hann eina kerlingu hjá sér.
Arni var að náttúrufari vel greindur, en gjörsam-
lega mentunarlaus; bjargaðist vel, að minsta kosti
framan af búskap(ar)árum sínum. Eg þekti hann
vel um hríð, en man þó fátt af tilsvörum hans. Þeg-
ar hann var vinnumaður á Búlandi hjá Jóni Björns-
syni, var hann einn vetur gerður til útvers út í
Mýrdal. Kom hann að Hlíð, því að þaðan átti mað-
ur að verða honum samferða, einnig til vers út
yfir. Mig minnir að Arni færi að heiman frá Bú-
landi á miðvikudag, og að Hlíð kom hanri sama
dag. Gerði þá óslitin fannkaföld, svo að Árni varð
þar veðurteptur til helgar. Var honum borinn hvern
dag matur sem heimafólkinu. En á laugardaginn,
þegar honum var færður nónverður sem öðrum,
kvaðst hann vera saddur, að hann hefði einga
matarlyst. Þegar hann var intur eptir, hvernig á
því stæði, svaraði hann: „Eg át á miðvikudaginn“.
Árni fór að Gröf í elli og dó þar litlu eptir 1900.