Blanda - 01.01.1932, Page 290
284
á móti Önnu, sem hélt á einhverri tóvinnu. Fátt
var manna í baðstofunni, og eg held engir aörir
en þau og eg og e. t. v. yngri systkin mín eitt
eöa tvö. Þá stóð Guðm. upp og færöi sig yfir að
rúminu, sem Anna sat á og laut að vanga hennar.
Hún hélt hann ætlaði að hvísla að sér, og beygði
höfuðið lítillega að honum, en það var raunar, að
Guðm. kyssti hana á vangann, en það hefði hann
ekki átt að gera, því hún var nokkuð skapstór og
brást nú illa við. Sló hún Guðm. vænan löðrung
og bað hann hypja sig. Kærði Guðm. þetta fyrir
föður mínum þegar hann kom inn, og kvaðst ekk-
ert illt hafa gert stúlkunni, heldur að eins kyssthana
á vangann og væri það hverjum ærlegum iðnsveini
heimilt og hans forréttindi. Jafnaði svo faðir minn
það mál.
Guðmundur þótti heldur umtalsillur um fólk, en
ekki get eg sagt það, að eg heyrði hann leggja mönn-
um til. Þó ber vísa ein, sem Jón Mýrdal skáld
orti um hann þess vott, að komið hafi slíkt fyrir.
Þeir voru báðir staddir á Siglufirði, og við öl.
Guðm. fór þá að leggja Páli á Dölum Þorvalds-
syni eitthvað til, en Páll var vinur Jóns. Þá kvað
Jón. „Þú ert ræfill, rifinn upp úr raunabölum. | Ei-
lífum þér olli kvölum | ef þú lastar Pál á Dölum.“
Guðm. reiddist vísunni en þagnaði.
Ekki man eg nú, hvers son Guðm. var, eða hvað-
an ættaður, og er óvíst, hvort eg hefi heyrt það,
því hann var víst fremur fáorður um ætt sína og
uppruna.1) Mig minnir þó, að til arfs stæðu eptir
1) Guðmundur var son Páls bónda Grímólfssonar og s.
k. hans ÞuríSar Guðmundsdóttur, er bjuggu ! Fornaseli á
Mýrum (sbr. Sýslum.æfir II, 376, viSauki minn) og þar
var Guðmundur „bíldur“ fæddur 4. maí 1830. (H. Þ.).