Blanda - 01.01.1932, Page 379
373
á MöSruvöllum, er hann hafSi fengið skýrslur um
samrekking þeirra feðgina. Bjarni hefur sennilega
aldrei neitaö því, að hann hafi samrekkt dóttur
sinni, heldur því einu, að hann hafi haft holdlegar
samfarir við hana. Þess hefði núef til villmáttvænta,
að biskup léti ekki sitja við undanfærsluboð það,
er hann lætur menn sína votta, að hann hafi gert
Bjarna og áður getur, heldur að biskup hefði bein-
línis nefnt dóm presta sinna til að dæma Bjarna
undanfæri með tylftareiði, eins og Kristinréttur
segir. En af því að Bjarni tekur lítt á þvi, að þeir
menn, er biskup nefnir, muni vilja sverja með hon-
um, þá fellur það atriði niður. I stað þess fer bisk-
up með Bjarna og setur hann í varðhald og fær
játningu hans um samfarir hans við Randíði. Og
eftir að sú játning var fengin, gat biskup auðvitað
ekki látið dæma Bjarna undanfæri með tylftareiði.
Biskup hefur ekki átt þess von, að lögmaður mundi
véfengja dóm lians fyrir þá sök, að Bjarni hefði
ekki átt kost á undanfæri, því að annars hefði
hann sjálfsagt fengið vottorðin um undanfærslu-
boð sitt fyrir alþingi 1481. Hefur biskup talið sér
hentara að fá vottorð þessi, þó að seint væri, til
þess að réttlæta sig í augum almennings af ásök-
un þessari, og í augum erkibiskups, sem biskup hef-
ur ákveðið að leita til í málum þessum.
Auk þess sem Hrafn lætur dómsmenn sína dæma
Bjarna ólöglega fangaðan, dæma þeir honum und-
anfæri með tylftareiði. Skyldi lögmaður nefna hon-
um 11 slcynsama menn, er sverja skyldu af eða á,
hvort þeir teldu honum eiðinn særan eða ósæran.
Þeir eiðamenn, er ekki vildu þetta gera, skyldu
engra vitna verða njótandi þaðan af. Má um þetta
atriði visa til þess, sem áður var sagt um eiða-
konur Randíðar.