Blanda - 01.01.1932, Page 31
25
urskonar steinar, sem er hrafntinna, glerhallar, þeir
kunna aÖ skera gler, eru gagnskærir, en þó myrkvir
nokkuð, þeir sem finnast í því f jalli Tindastól í Skaga-
firði. Ennú er að finna þá steina, sem fljóta á vatni,
og eru sumir hvítir, en sumir rauðgulir. í því fjalli
í Múlasýslu fyrir austan, sem liggur undir það bene-
ficium Eydali, er að finna einslags, sem menn kalla
steinkol. Víða í landinu er að finna yfirfljótanlegan
brennistein, og væri eptir honum grafið, kynni vel að
fást nokkrar skipafraktir. Hvað meira kann að vera
í þessum fjöllum, kann ekki almúginn að skilja eð-
ur öðrum frá að segja. [Svo hverfur höf. frá fjöll-
unum niður á undirlendið, er séu grasivaxnir dalir,
beitiland fyrir kvikfé manna á vetrum, en árnar full-
ar af laxi og urriða. Þó sé engan lax að fá í Aust-
firðingaf jórðungi, og sjáist hann ekki þar að sögn
manna frá Skjálfandafljóti fyrir norðan að Jökulsá
á Sólheimasandi, og ætli menn, að jökulvötn valdi
því; getur svo um helztu stórár á landinu, og hyggur
Lagarfljót stærst.] „í því fljóti, Lagarfljóti, segja
menn vera skuli 3 vatnsskrímsli, sem er einn orm-
ur, 2y2 mílu langur, og hafa sannorðir menn á þess-
um dögum sagt sig hafa séð hann grannt, þó í bugt-
um, en ekki höfuð né sporð; hann skal sig ekki láta
sjá, nema fyrir stórum fyrirburðum, miklum sjúk-
dómum, landplágum, stórherra dauða eður þvílíku.
Fljótið kann vera breitt, yfir fjórðung mílu. Ann-
að er ein skata, með níu höluin; hún lætur sig ekki
opt sjá — heldur liggur hún við grunnið, — utan
það merki nokkuð sérlegt. Það þirðja er einn hræði-
lega stór selur, sem heldur sig undir ei'num fossi, og
sést sjaldan, sem skatan; hann skal hafa millum sinna
augna einn búsk, sem er einn skógarbúskur eður
lyng. Hvaða slags svoddan skepnur eru, vita menn