Blanda - 01.01.1932, Page 29
23
enda mun ritgeröin vera að nokkru leyti uppkast. Höf.
kryddar frásögnina með nokkrum smásögum og ýmsum
hjátrúarkreddum, eins og þá var títt, og spillir það lítt í
þessu efni, en gerir lýsinguna alla skemmtilegri til lesturs
og f jölbreyttari. H. Þ.
Úr 3. kapítula.
í upphafi þessa kapítula getur höf. um kvikfénað
í landinu: hesta, kýr, sauði og geitur, geldir sauSir
verSi afarfeitir á sumrin, svo aÖ þeir hafi um 20
pund mörs eða meir, en lambamæ'ðurnar (ærnar) séu
mjólka'Öar á málum og verði því ekki eins feitar,
geitur séu einkum í Fnjóskadal, og séu fóðraðar á
vetrum og mjólkaðar sem kýr, minnist svo á refi,
hvíta og mógráa, mýs og ketti og ýmiskonar fugla-
kyn, villigæsir, endur og rjúpur, og einskonar gæsir,
er lcallaðir séu helsingjar; segir, að sumir haldi, að
þeir vaxi út úr rekatrjám( !), en höf. virðist þó frem-
ur vantrúaður á það; getur einnig um svarta erni
og nær hvíta fálka, er sendir séu konginum. Svo
heldur hann áfram: „Út í þessum fjöllum finnast
hellirar í bjarginu sumsstaðar, hvar menn meina til
forna búið hafi tröll og stórt fólk. Upp á fjöllun-
um, svo vel sem á sléttlendinu, finnast óteljandi mörg
stillivötn1), full með urriða, svani og gæsir, sem end-
ur og fleira slags fugla, sem sveima á þeim. Fiskinn
fanga innbyggjarar í netjurn á sumrin, en á krókum
á veturinn upp um ísinn, nær allt er frosið. í nokkr-
um þessum stillivötnum þykjast menn fornema eins-
slags monstrum aquinum2) í líkingu sem einn hest,
gráan að lit; hann kalla þeir nykur. Meinast að vera
nokkur malus genius3) eður ófreskja; hann sést á
1) == stöðuvötn.
2) = vatnsskrímsli.
3) þ. e. illur andi.