Blanda - 01.01.1932, Blaðsíða 41
35
tilsteðjar1) honum það ekki. Nær ísinn sveimar burt
aptur frá landinu losna optlega úr honum dauðir
hvalir og tré, stór og smá, sem síðan reka upp á
landið, mörgum til nytsemda." [Svo fer höf. að lýsa
eyjum umhverfis landið, sérstaklega Vestmannaeyj-
um, en ekki er neitt verulegt á þeirri lýsingu að
græða, þar sé mikið um fugla, egg og fiður, þar sé
skanz (vígi) er kallist „kongsins skanz“, því að kon-
ungur hafi skipað að gera hann eptir Tyrkjaránið,
hafi Kristján 4. leyst marga úr ánauð Tyrkja i
Algier, og látið flytja þá heim, þar séu 2 prestar,
sýslumaður, verzlunarstaður, og séu 2 stórskip hlað-
m þaðan með harðan fisk á sumrin. Þá lýsir höf.
nokkuð Grímsey, er sæki verzlun á Akureyri, minn-
ist einnig á Flatey á Skjálfanda, Drangey, Bjarneyj-
ar og Flatey á Breiðafirði, en lýsir þeim ekki nánar,
getur einnig um útróðra á vetrum syðra og vestra,
en nyrðra sé vertið helzt á vorin og fram á sumarið,
en annars er ekkert á þeirri frásögn að græða. Hann
minnist og á verzlun danskra kaupmanna á íslenzkum
höfnum og verzlunartaxtann, en allt í almennum orð-
um, segir að um 24 skip á ári fari héðan hlaðin með
allskonar innlendum vörum, fiski, lýsi, kjöti, smjöri,
tolg, skinnum, bæði af nautum og sauðfé, æðardún,
°g ýmiskonar vefnaðarvöru, er kaupmenn selji allt
ytra með góðum hagnaði].
,,í landinu við sjósíðuna er víða að fá skelfisk og
kúskeljar, þar af lifir fátækt fólk á vorin. Hér dríf-
ur og af sjónmn einslags, sem kallazt söl; það
þurka menn upp í sólskini og brúka það til matar,
er ein góð fæða fyrir þá, sem því eru vanir; það
brúkast mest fyrir sunnan, suðaustan og víða fyrir
vestan. í kringum landið við eyjarnar, svo vel sem
3*
1) þ. e. leyfir.