Blanda - 01.01.1932, Page 302
296
Er ekki mjög líklegt, að Bogi hafi fremur viljað
gefa Magnúsi Margréti heldur en Snæbirni. Hefir
Þrúöur veriö fædd annaöhvort 1772 eöa 1773, því
a8 5 ára er hún talin 1777. Prestsvitnisburöur henn-
ar er sá, þegar hún var vaxin, aö hún sé „mikið
fyrir bók“, en „örðug". En af Snæbirni Staðfeldt
er það að segja, að hann „sigldi“, varð lögfræðing-
ur, dr. juris, borgmeistari í Randárósi og síðar birki-
dómari í Estrup. Dró ástir hans og Margrétar sund-
ur og kvæntist hann danskri konu. Eru af honum
komnar merkilegar ættir í Danmörku. Snæbjörn
andaðist 1840. Síðan fékk séra Ján Þorláksson
Margrétar á þeim árum, sem hann var klerklaus
hjá Boga föður hennar við bókaútgáfu eptirlit i
Hrafnseyjarprentsmiðju eða Hrefnu, eins og séra
Gunnar Pálsson kallaði þá prentsmiðju stundum.
Hafði þá ýmislegt á daga séra Jóns drifið áður, og
honum þótti sem sér hefði verið synjað Jórunnar
í Fagradal til hlítar. Að Hrafnsey fór séra Jón að
undirlagi Finns biskups, að vísu ekki fyrri en síð-
ara hluta árs 1773. Þetta er víst. En hitt algerlega
rangt, sem stendur í sagnadrabbi séra Friðriks
Eggerz, að séra Jón hafi ráðizt til Hrafnseyjar 1772
og að hann og Margrét hafi gipzt „vorið 1773“-
Þau munu einmitt hafa gipzt vorið 1774. Séra Jón
og Margrét bjuggu í Galtardal á Fellsströnd, og
þar eru þau að vísu öll árin 1777—1788. Þá fór
séra Jón norður. Samfarir þeirra voru óhægar, og
var það meira kennt henni en honum. Þegar séra
Jón fluttist norður í land að Bægisá 1788, vildi
Margrét ekki þangað með honum fara; kvaðst ekki
nenna því, að sagt er, að yfirgefa góð héruð vestra,
eignir, föðurleifðir og frændur, til þess að flytja í
kaldrana útkjálka norður þar. Urðu samvistir henn-
ar og séra Jóns aungar síðan. Bjó Margrét eptir það