Blanda - 01.01.1932, Page 62
56
1749) °g dæmdi í því á Egilsstöðum 29. marz 1749.
GerÖi hann Agli aÖ greiða lítilsháttar málskostnaÖ,
en sýknaði hann a'Ö ööru leyti frá því að greiða Pétri
sýslumanni nokkuð fyrir mannorðsskemmdir. Þó mun
hafa verið tekið fram í dómnum, að hann mætti telj-
ast truflaður og móðir hans ályktuð skyldug til að
annast hann og gæta hans, sem manns, er væri ekki
með öllum mjalla. Pétur sýslumaður skaut máli þessu
til alþingis og dæmdi Björn lögmaður Markússon
í því 16. júlí 1751 ^). Var dómi Wíums breytt á þann
hátt, að Egill (sem kallaður er Snotrufóstri í al-
þingisdómnum) skyldi greiða Pétri sýslumanni 6
hndr. á landsvísu í móðgunarbót fyrir hin „ósæmi-
legu stóryrði“, en hlíft við frekari hegningu og bót-
um (auk málskostnaðar), sakir fásinnu hans; einn-
ig skyldi Wíum greiða 8 rd. í málskostnað. Er bein-
línis tekið fram í alþ.dómnum, að með réttarhöldum
Wíums, sé það „ekki með vitnum fullkomlega bevís-
að, að Egill Snotrufóstri sé aldeilis vitstola maður“.
Munnmælasögn er það, að Egill hafi þetta sinn verið
staddur á alþingi, og haft þar frammi ærsl mildl
með óbótaskömmum, brauki og bramli, svo hann hafi
verið bundinn1 2), en að líkindum er þetta missögn
ein, ólíklegt, að honum hefði verið sleppt svo langa
leið, nema þá til að láta það sjást, að hann væri
vitstola maður, sem gæti ekki borið ábyrgð á orð-
um sínum eða gerðum.
Um þær mundir, sem þetta mál stóð yfir, eða
skömmu eptir að Hans Wium dæmdi það í héraði,
gerði Jórunn móðir Egils samning við Wíum, 26.
1) Alþ.bók s. á. tir. 20.
2) Sbr. þátt af Jens og Hans Wium eptir Gísla Kon-
ráÖsson (Huld II. 25—27).