Blanda - 01.01.1932, Page 225
219
•al annars hafa ýtt undir hann a8 fara til Grænlands,
því að þar væri kaldara og heilnæmara loptslag
fyrir hann en hér.
Hin fyrstu drög til þess, aS hann langaSi aÖ flytja
til Grænlands, virðist hafa veri'Ö kynning hans af
starfsemi Hans Egede me'Öal Skrælingja á Græn-
landi, og hrifning af þeim manni. Er auÖsætt, að
séra Jón hefur á fyrstu prestskaparárum sínum far-
ið að leggja sig eptir grænlenzkri tungu, og kynna
sér allt, sem Grænland snertir. 1755 sneri hann
ur. dönsku á íslenzku skýrslu Hans Egede um ásig-
komulag kristniboðsins á Grænlandi (Kaupm.höfn
z737) » og er þessi þýðing séra Jóns í Lbs. 737
8vo. Þar er einnig þýðing á Grænlandslýsingu Egede
(1724), endurbætt og aukin 1729 af einhverjum,
sem verið hafði nokkurn tíma í Grænlandi, og er
þýðing þessi rituð 1749 að forlagi séra Jóns. í
þessu handriti er fleira um Grænlandj og hefur
Grænlandssyrpa þessi verið i eigu hans. 1757 hef-
ur séra Jón gert íslenzka þýðingu í ljóðum af Græn-
lendingalýsingu Egede, er Olaf Lange, fyrrum trú-
boði á Grænlandi, sneri í latnesk ljóð 1743, og hef-
ur séra Jón snúið þessum latnesku ljóðum Lange
á. íslenzku, en ekki beinlínis hinu danska riti Egede,
sem Lange virðist a'Seins hafa notaS sem undirstöSu
og til frekari skýringa í frásögn sinni.1 2) Sama árið
(20. júní 1757) er dags. skýrsla eptir séra Jón um
EystribyggS í Grænlandi (sbr. Ny kgl. Saml. 1295 d.
fol.2), 0g Lbs. 288 fol.
1) Þetta lc\ræSi séra Jóns kallar hann Prosopographia
Kalalitæ incolæ Grönlandiæ, þ. e. Kalalitakviðu o. s. frv.,
er í ÍBFél B 50 (vi'ðauka) og Lbs. 576 4to, bls. 665—722,
399 erindi.
2) 1 handritaskránni bls. 162 er höf. þessarar ritgerðar
talinn Björn Jónsson í TálknafirSi. í sama hdr. er skýrsla