Blanda - 01.01.1932, Page 294
288
Æ, því fórstu a'ð angra mig
auðs og kraptalítinn;
saklaus var eg þó við þig.
Þú ert maður skrítinn.
Fór Hallgr. hægt af stað í fyrstu, en smámsaman harðn-
aði milli þeirra Guðm. og sagði faðir minn, þótt hefði
mönnum halla á Hallgr. í þeim viðskiptum og að það mundi
hafa verið orsökin til, að hann fluttist úr Fljótum. Má
og vel heimfæra til þessa vísu lians, er hann kvað við brott-
för sina þaðan, og sem tilfærð er í þættinum.
Á unglingsárum mínum sá eg Túturímur Hallgr. og var
mér sagt, að þær væru með eigin hendi hans. Höndin var
liðleg og æfð fljótaskriptarhönd og réttritun góð; upp-
hafsstafir viða skrautdregnir og titilblað litdregið. Stóð þar:
„Kveðnar af Hallgrimi Jónssyni handlækni" og sagði fað-
ir minn, að svo hefði Hallgr. optast skrifað sig.
Jón, sonur Hallgrims, var prýðilega hagorður en hreyfði
þvi sjaldan. Hann er grafinn að Höfða á Höfðaströnd og
var legsteinn úr ísl. grjóti á leiði hans. Ingibjörg dóttir Jóns
lifir enn hér i Siglufirði, á sjötugsaldri, fríðleikskona, greind
og merk um margt. Hún var fyrr gipt Hallgrími Jónssyni
frá Arnarstöðum og lifa 2 synir þeirra, Jón og Kristján
hér, en dóttir, Kristjana, er dáin.
Eg minntist fyr á Þjalar Jóns rímur og Vilhjálmsrímur
sjóðs, eptir Guðm. i Hrúthúsum. Þessar rímur hvorutveggju,
voru til, að eg ætla i eiginhandriti, um síðustu aldamót, þá í
eigu Jóns Bergssonar á Þrasastöðum í Stiflu, en voru
orðnar mjög af sér gengnar. Guðlaugur Sigurðsson verka-
maður hér i Siglufirði á afskript af þessum rimum, sem
hann tók sjálfur, en hún er ekki að öllu ábyggileg, því þá
var handritið orðið mjög máð og 1 eða 2 blöð glötuð úr því.
Siglufirði 23/4 1932.
Jón Jóhannesson.