Eimreiðin - 01.01.1937, Síða 22
8
VIÐ I'JÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
klútagerð og pappírspokagerð í Reykjavik. — A Seyðisíirði
var reist síldarverksmiðja með lifrarbræðslu, og karfaverk-
smiðja tók til starfa á Patreksfirði. Hraðfrystitæki hafa verið
sett upp á Isafirði, Akureyri, Seyðisfirði og Norðíirði. A Akur-
eyri var sett upp sútunarverksmiðja og 2 skófatnaðargerðir.
Klæðaverksmiðjan »Gefjun« jók mjög afköst sín með nýjum
vélum. Auk þessa hefur ýmiskonar leðursaumur aukist mjög
og ýmsar smá-iðjur verið settar upp. Orkar mjög svo tví-
mælis um gagnsemi margra þessara nýju iðnfyrirtækja, er
standa á mjög svo ótraustum grundvelli fjárhags og kunnáttu.
Oheppileg samkepni á sér lika stað, sem verður á kostnað
vörugæðanna. Lög og reglugerðir liafa verið sett um ýms at-
riði að þessu lútandi, sem geta að haldi komið, verði þeim
framfylgt svo, að vörn verði að fyrir hina vandaðri framleiðslu.
Hafnargerðir og lendingabœtur hafa verið þessar: Styrktur
Norðurgarður Reykjavíkurhafnar, Ægisgarður lengdur og unn-
ið að dýpkun þar og sömuleiðis að dýpkun
\ eikiegai hafnarinnar i Vestmannaeyjum og Borgarnesi.
framkvœmclir. f . . ° °
Stór hafskipabryggia gerð á Hólmavík, bryggian
á Húsavík fullgerð, unnið að bryggju á Básaskeri í Vest-
mannaeyjum, að bryggju á Sandi og að syðri garði með bryggju
á Ólafsvík, Unnið að öldubrjót á Siglufirði og að lendingar-
bótum á Hofsós, Þorlákshöfn og Arnarstapa. Nýr viti settur
á Hegranes í Skagaíirði og radíóviti á Reykjanes.
Af nýjum símalinum eru þessar helztar: Leirhöln í kring
um Sléttu til Raufarhafnar, Hvalsker — Rauðisandur, ftreiða-
vík — Kollavík og viðbótarlínur Hofsós — Haganesvík, Þverá
í Öxnadal — Bakkasel og Bjarnanes — Hoffell. Sett eitt svo-
nefnt fjölsímasamband til Akureyrar, sem gerir fært fleira en
eitt samtal á sömu línu í einu. Nokkrar einkalínur voru lagðar.
Ad vegagerðum var unnið á 48 stöðum á landinu, víðast
lilið i stað, mest á Holtavörðuheiði (70.000 kr.) Brýr voru
gerðar á Selfljót, Sauðanesós, Grafará í Skagafirði og Vesturá
í Miðfirði.
Húsagerð. í Reykjavík voru reist 107 íbúðarhús með 279
íbúðum og 59 hús önnur fyrir um 4x/s miljón króna. Unnið var
m. a. að SundhöJlinni, rannsóknarstofu Háskólans, Háskóla-
grunninum og svo einnig að hinum nýja Flensborgarskóla i