Eimreiðin - 01.01.1937, Page 25
Eimreiðin
Tvö kvæði.
Eftir Sigard Jónsson á Arnarvatni.
A þungri stund.
Ef gœti' eg náð að vanda veglegt Ijóð,
ég vildi /lytja þér minn dýrsta óð,
þú lífs vors sól, þii allra hnossa hnoss,
þn heilög ást, sem blessar jarðar þjóð.
I þinum Ijóma’ er lífsins fegnrð mest.
Þín líkn, þin fórn af öllu góðu’ er bezt;
þú eldurinn vigði á arni heima-ranns,
sem aldrei kulna eða fölskva sést.
Pú hreysti’ og metnað ert sem lyfti-lag,
þú léttir starfsins heita og þunga dag.
Pú blessar oss hin fátœklegu föng
°g fegrar, mildar sáran reynslu-hag.
Er sjálfselskan á sínum krappa veg
alt sér og miðar við sitt eigið ég —
þinn auður vex við hverja gefna gjöf.
Pin glaða fórn er djörf og yndisleg.
Pau blóm, sem lífsins framtið falin skal,
þú fóstrar, reisir upp af timans val.
Hið bezta, sem hér býr með hverri tið,
svo bjargast fram um hulið aldatal.
Að sœlu' og nautn er auðug œfi manns,
sem ástin hefur rétt sinn fagra kranz,
og gleði hans fœr aldrei lokast leið.
— Hans leið er frjáls til minninganna lands.
Pú reyndist öllum fastari í fylgd,
þú fölnar ei, — ert sjálfum guði skyld.