Eimreiðin - 01.01.1937, Page 66
52
MÁNA-FÖR MÍN
eimreiðin
nóttin þar er miklu bjartari en okkar björtustu tunglskins-
nætur. Þannig er umhorfs þarna uppi. Um það er mér
kunnugt af eigin reynslu. ()g aftur stari ég á ný-mánann.
Ég sé móta fyrir hinum ósýnilega liluta tunglsins í daufri
skímu — daufri skímu frá geislum jarðar, sem nú er að ná
fyllingu.
Þetta ösku-gráa Ijós er jarðbirtan á tunglinu. Við jarðar-
búar þurfum ekki að hverfa burt af jörðunni, lil þess að sjá
liana hella skini sinu á livel tunglsins. Við getum greint það
héðan frá jörðu. Sv. S. þýddi.
Rithöfundur, sein ferðast í fíeðhcimum. Margir hér á landi kannast við
rithöfundinn Sax Rohmer og bækur lians. 1 samtali við eitt stórblaðanna
ensku nýlega lct hann þá skoðun i ljós, aö ef til vill tœkju fjarhrifin við
af sjónvarpinu sem furðulegasta uppgötvun næstu ára. Egyptar liinir
fornu þektu fjarhrif og lögmál þcirra, en við erum rétt aðeins að byrja að
skilja þau. Oss mun áður en langt um liður takast að senda hugskcyti
og taka á móti þeim um óravegu, alveg eins og við nú sendum og tökum
á móti loftskeytum. Eg bef sjálfur sent luigskeyti, sagði Sax Rohmer við
blaðamanninn. Eg cinbeitti huganum einu sinni á dag, altaf á sama tinia
vikuin saman, á einn vina minna, án hans vitundar. Þessi vinur minn
var i mörg hundruð milna fjarlægð. Mér tókst eftir allmargar tilraunir
að láta vin minn sjá mig ljóslifandi fvrir framan sig, þó að liann væri 1
svona mikilli fjarlægð. Næstum allir geta gert svipað, ef þeir eru nógu
cinbeittir. (Eftir »PsjTchic Newsn S7/a ’37).