Eimreiðin - 01.01.1937, Page 67
S'MREIÐIN
Vorið og þú.
Þótt vorið láti sólina brosa yfir bænum
°g blika á snænum
1 fjöllunum, — þau grænka, hin laufguðu lönd, —
Þá á þó æskuhugur þinn enn þá meira’ af vori
°S öllu meira’ af þori,
en fjallháa bylgjan, sem brotnar við strönd.
Og þó að blómin angi og fjöllin séu fögur
með fanna’- og geisla-kögur,
°g firðirnir bláir um bjartsumarkvöld,
þá er þó miklu hreinni þinn æskublær á hvarmi
og eldhugur í barmi
en aftanroða sveipuð silfurskýjatjöld.
Eg veit, að lækjarniðurinn lætur vel í eyra,
°g Ijúft er að heyra
t'l þrastanna í skógarins rósgullnu rönd.
En ég vil heldur hlýða á sumarsöngva þína,
unz sólskins-stundir dvína,
°g horfa með þér inn í þín æfintýralönd.
®ólin dreifir ljósperlum um grasivaxnar grundir,
sem glitra’ á ýinsar lundir,
°g vefur í gullinmóðu vorlygnan fjörð.
Og þú munt líka ætla að gefa sumargjafir,
í>ótt guIJ þú ekki hafir —
iuekorn til að sá í frjósama jörð.
Því aldrei fær vorhugur þinn eilífðargildi,
né orku sem skyldi
minningar-glæður um mánaskins-kvöld.
Það er gott að hvíla í skauti skrýddra valla
°g skjóli hárra fjalla.
En aldrei mun það gefa þér ódáinsvöld.