Eimreiðin - 01.01.1937, Side 86
72
GRÁI PÁFAGAUKURINN
eimreiðih
hluti og lét óspart uppi álit sitt á þeim, sem ekki gátu teyst
úr spurningum hennar á J'uttnægjandi hátt.
»Ég skat hugsa um þig á hverjum degi, elskan«, sagði frú
Gannett innilega.
»Ég skal liugsa um þig á hverri mínútu«, sagði vélstjórinn
í ásökunarróm.
Um leið andvarpaði hann og horfði stórlineykslaður á,
hvernig frú Cluffins daðraði við einn vikapiltinn á þilfarinu-
))Hún er mjög létt í lund«, sagði kona lians og leit þangað
sem liann horfði.
»Mjög svo«, sagði Gannett kuldalega, rétt í því að frú
Cluffins lokaði sóllilííinni sinni og kitlaði vikapiltinn kankvís-
lega með liandfanginu. — »Hún virðist vera mjög hrifin af
Jenkins, ílissar og hjalar við hann eins og góðvin sinn, og
þó held ég að hún liafi aldrei séð hann áður«.
»Veslings ungu hjónaleysin«, sagði frú Cluífins, hátíðleg á
svip, þegar hún kom lil þeirra. »Verið ekki hryggur, herra
Gannett. Eg skal líta eftir henni og sjá um, að henni leiðist
ekki«.
»Það er mjög vingjarnlegt«, sagði vélstjórinn liægt.
»Við ætlum að skemta oklcur vel saman«, sagði frú Clufl'ins-
»Ég óska oft, að maðurinn minn væri farmaður. Konan hefur
þá meira frelsi, er ekki svo?«
»Meira hvað?« liváði Gannett og var hás í rómnum.
»Meira frelsi«, sagði frú Cluffins alvarleg. »Ég öfunda
alt af konur sjómanna. Þær geta látið eins og þeim sýnist-
Enginn eiginmaður til þess að líta eftir þeim nía eða tíu
mánuði ársins«.
Áður en veslings vélstjórinn gat látið óánægju sína í ljús
með orðum, var gerl aðvart um að landgöngubrúin yrði tekin-
Kvaddi liann því í skyndi og flýtti sér niður í vélarúm-
Konurnar hröðuðu sér í land, brúin var tekin um borð og
í vélarúminu hringdi síminn lil brottferðar. »Spóinn« skreið
liægt frá bryggjunni.
Konurnar hlupu lram á bryggju-sporðinn og liorfðu þaðan
á eftir skipinu niður fljótið, unz það var komið í hvarf. Fru
Gannett fansl hún vera að missa manninn út í óvissuna, el1
vinkona hennar sagði, að hún skyldi hressa sig á tebolla>