Eimreiðin - 01.01.1937, Qupperneq 120
EIMREIÐIN
106 HRIKALEG ÖRLÖG
Það var ekkert spaug að eiga að koma fram fyrir yfirhers-
höfðingjann með þessa sögu. Eg óltaðist, að hann mundi
ekki trúa lienni. Loks komst ég að þeirri niðurstöðu, að
hyggilegast mundi að leggja málið fyrir herdeildarstjóra minn,
Robles, sem var vinur foreldra minna og hafði nýlega gert
mig að liðsforingja. Hann tók undir eins málið í sínar hendur.
»í húsinu! Auðvitað er hann í húsinu«, lirópaði hann og
horfði á mig með fyrirlitningu. »Auðvitað áttuð þér að ráð-
ast inn með brugðnu sverði og heimta hann framseldan, í
stað þess að láta þessa konungssinna-stelpu tefja yður fyrir
dyrum úti með kjaftæði. Það liefði átt að vera búið að reka
þetta fólk burt fyrir löngu. Hver veit hve marga njósnara
það hefur falið hér rétt lijá herbúðum vorum? Það vantaði
nú bara, að við færum að útvega vegabréf frá sjálfum yfir-
hershöfðingjanum! Ekki vantar ósvífnina! Ha, ha! Nú tökum
við þennan Gaspar Ruiz til fanga í kvöld, og þá skulum við
komast að því vegabréfslaust, hvaða upplýsingar það eru,
sem hann þarf að gefa. Ha, ha, ha!«
Robles hershöfðingi, friður sé með sálu lians, var lág-
mæltur, gildur maður, bráður og örgeðja, augun stór og star-
andi, bezti náungi. Þegar hann sá, hve ég varð daufur í dálk-
inn, bætti hann við:
»Svona, svona, chico. Ég lofa að þyrma lííi hans, ef hann
sýnir ekki mótþróa. Við förum elcki að brytja góðan her-
mann í spað, ef hægt er að komast hjá því. Nú skal ég trúa
yður fyrir nokkru: Mér er forvitni á að sjá þennan jötun
yðar. Sá herra getur ekki komist af með minna en hers-
höfðingja, svo að honum slcal verða að ósk sinni. Ha, ha!
Ég fer sjálfur og tek hann til fanga, og þér komið auðvitað
með«.
Aðförin var gerð þá um nóttina. Snemma um kvöklið var
sleginn liringur um garðinn og húsið. Nokkru seinna riðuin
við hershöfðinginn af dansleik, sem við höfðum verið á niðri
í borginni, og áleiðis til hússins. Skamt frá húsinu námurn
við staðar og skildum hestana eftir í gæzlu lijá einum her-
mannanna, en þeir fengu merki um að við værum komnir
— og síðan gengum við hægt heim að dyrunum. í tungl'
skininu sýndist liarðlæst liúsið autt og yfirgefið.