Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Side 58

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Side 58
HEIMA E R BEST það stuðnings umboðsmanns síns. Stuðningshópur vina, eins konar gæðaráð trygg- ir að heildarmynd nauðsynlegrar þjónustukeðju rofni aldrei og að hún taki ævin- lega mið af þörfum fötluðu manneskjunnar. Leigjandi býr hjá viðkomandi og fær herbergi gegn ákveðinni aðstoð, og fjárhaldsmaður fer með fjármál viðkomandi í samráði við stuðningshópinn (sjá síðar bls. 65). Nú tíðkast að greina skerðingu (impairement) sem sérkenni á manneskju, svo sem erfiðleika við að hugsa, tjá sig, bregðast við, hreyfa sig um eða skynja með líkum hætti og allur þorri manna. Slík skerðing er eðlilegur þáttur í margbreytileika manna en hún krefst þess að samfélagið bregðist við sérstökum þörfum viðkomandi manneskju. Þegar slíkt gerist ekki eða aðeins að hluta, þá verður manneskjan hömluð (disabled) í aðgerð- um sínum. Afleiðing þessa er það sem við nefnumfötlun (handicap). Fötlun vísar til þess að fólk sem býr við einhvers konar skerðingu, rekur sig á veggi samfélagsins, sem ekki er skipulagt til að mæta grundvallarþörfum þess. Fötlun er því félagslegt fyrirbæri, afleið- ing ósveigjanleika í samfélagsgerðinni sem veldur útskúfun og útilokun þeirra sem teljast fatlaðir. Menn eru gerðir fatlaðir en fötlun er ekki einkenni á einstaklingum. Samkvæmt þessu er það samfélagið sjálft sem gerir fólk fatlað. Því er hér talað um fötlaðfölk og vísar það þá til þess að samfélagið hefur svipt viðkomandi frelsi, reisn og grundvallarlífsgæðum (Bames, Mercer og Shakespeare 1999, Oliver 1998). Þetta sjónar- hom nefnist félagslega líkanið um fötlun og stendur það í beinni andstöðu við læknisfræði- lega líkanið sem gerir því skóna að skerðingin sjálf valdi fötlun og hún sé sjúklegt frávik mannslíkamans sem beri að lækna, útrýma eða lagfæra þannig að sá fatlaði líkist ófötluðum sem mest. Hér verður stuðst við félagslega líkanið í umfjöllun en það beinir sjónum okkar að samspili einstaklings og samfélags og staðsetur þann vanda sem fötlun tengist utan við einstaklinginn, í samskiptum einstaklingsins og samfélags hans. Skipulag þjónustu við fatlað fólk getur eflt fötlun þess og hindrað að það fái notið grundvallarlífsgæða. Sú tillaga sem hér er sett fram er til þess ætluð að draga úr fötlunaráhrifum samfélagsins á fólk sem býr við einhvers konar skerðingu (Banton 1999, Barnes, Mercer og Shakespeare 1999, Oliver 1990 og 1998). Gildi, viðmið og réttur einstaklingsins Fatlað fólk á lögum samkvæmt rétt á því að búa á eigin heimili og njóta til þess stuðnings samfélagsins. Enda þótt jafnræðisregla íslensku stjórnarskrárinnar nefni ekki fötlun þá tel ég að andi hennar og þar með landslög liggi til grundvallar þessu þjónustulíkani mínu. Enn fremur það viðmið velferðarríkisins, að á íslandi beri ríki og sveitarfélögum að tryggja öllum lágmarks öryggi og mannsæmandi líf (sjá lög um skiptingu verka milli ríkis og sveitarfélaga frá 1990), og að jafna beri aðstæður fatlaðs fólks og ófatlaðs (sjá lög um málefni fatlaðra nr. 59/92). Þá styður nýtt laga- frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga þessi grundvallargildi. Lagaramminn sem tekur til þessara tillagna minna er því skýr. Enn fremur byggist þessi tillaga á því sjónarmiði að stuðla beri að virkri og full- 2 Til frekari skýringar má nefna tii dæmis að heymarleysi væri ekki fötlun í samfélagi þar sem allir íbúarnir töluðu táknmál (Gross 1986). Með líkum hætti má ganga að því vísu að hreyfihömlun væri sýnu minni fötlun en nú ef umhverfi okkar væri hannað með þarfir fólks í hjólastólum í huga. 56
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.