Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Side 64

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Side 64
HEIMA E R BEST Húsbúnaður þarf að vera einfaldur og í samræmi við aldur Benedikts og kyn. Tónflutningsgræjur, diskasafn, blóm, bækur og myndir, skrifborð og stóll, sófi og sófaborð, tölva, rafmagnsorgel, fataskápur og bókaskápur og fáeinir persónulegir munir eru þegar í eigu Benedikts. Við þetta má bæta ódýrum húsgögnum sem ýmist eru keypt notuð eða í IKEA. Eldhúsáhöld þarf að kaupa ný en vélar má kaupa notaðar. Hver er Benedikt? Ahugamál, styrkur, menntun og þarfir Til þess að þau markmið náist sem fyrr greinir og þar með viðunandi lífsgæði fyrir Benedikt, þarf heimili hans, og skipulag og framkvæmd þess stuðnings sem hann fær, ófrávíkjanlega að byggjast á svörum við spurningunni „Hver er Benedikt nú?" Svör við þessari spurningu munu breytast að einhverju leyti með aldri hans og frekari lífsreynslu. En það er þessi spurning sem stuðningshópur Benedikts þarf að ræða saman og við Benedikt a.m.k. tvisvar til fjórum sinnum á ári.8 Allar ákvarð- anir um endurskoðun á stuðningi við hann og heimili hans hljóta að byggjast á svörum sem stuðningshópur hans, vinir og ættingjar koma með við spurningunni. Hver er Benedikt nú haustið 1999? Benedikt hefur átt þess kost hingað til að sinna fjölbreyttum áhugamálum, taka hóf- legar áhættur, reyna nýja hluti, ferðast, velja og hafna, gera mistök og vinna sigra, og þarf svo að vera áfram. Áhugamál Benedikts tengjast tónlist, söng og dansi, mat og matartilbúningi, vélsleða- og hestaferðum, ökuferðum, sundi, körfubolta, göngu- ferðum (að mestu í hjólastól), tónleika-, bíó- og leikhúsferðum, borðhaldi á veitinga- og kaffihúsum, spilasölum, partíum með jafnöldrum, lestri bóka og myndaalbúma, spilamennsku á hljómborð, tónsmíðum og tölvuleikjum. Hann hefur áhuga á jafn- öldrum og ekki síst laglegum stúlkum. Hann hefur sérstaka ánægju af því þegar fyrrverandi skólafélagar hans úr grunnskóla heimsækja hann (nú u.þ.b. fjórum sinnum á ári sem hópur) og horfa með honum á myndband og borða pítsu. Hann hefur gaman af skipulögðu félagastarfi og hefur sótt samkomur í Krossinum sér til mikillar ánægju og tekið þátt í störfum KFUM, skáta og íþróttabúðum fatlaðra að Laugarvatni. Veislur, afmæli og stórhátíðir með ættingjum gleðja hann, svo og ferð- ir innan lands og utan, og flest farartæki frá hestvögnum upp í þotur. Hann hefur sér- lega gaman af undarlegum hljóðum, nýju fólki, tökkum af ýmsu tagi og því að fífl- ast, hlæja og vera miðpunktur stöku sinnum án þess að hann sé stöðugt frekur á at- hygli. Benedikt þekkir ekki óöryggi af neinu tagi enn sem komið er. Ef einhver hefur hug á að brjóta á honum á einhverju þessara sviða, þá er hann óviðbúinn og getur enga rönd við reist. Það er ekki unnt að tryggja neinn fullkomlega fyrir áföllum og Þetta og það að hugað verður að aldri hans, kyni og því sem hann sýnir mestan áhuga eða andstöðu ætti að tryggja að sjónarhom hans sé stöðugt lagt til gundvallar öllum ákvörðunum um líf hans, jafnvel þótt hann eigi erfitt með að tjá óskir sínar og þarfir í orðum. Stuðningshópurinn þarf að vera sér vel meðvitandi um þetta og það að óskir og langanir Benedikts eru ekki nauðsynlega þær sömu og einhvers tiltekins aðila í stuðningshópn- um hans. 62
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.