Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 65

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 65
DÓRA S. BJARNASON allra síst ef viðkomandi er fullgildur þátttakandi í samfélaginu, þrátt fyrir mikla fötlun. Benedikt á líkt og aðrir rétt á því að taka nokkra áhættu og lifa lífinu sem eðlilegast („dignity of risk"). Þó þarf að huga sérstaklega að eftirfarandi þáttum til að tryggja öryggi hans: 1. Regluleg læknisskoðun (4-6 sinnum á ári). Sami læknir sæi um þetta reglubundið þannig að læknirinn geti kynnst Benedikt og því betur áttað sig vel á líðan hans. - 2. Reglulegt tanneftirlit (2-3 á ári). (Benedikt hefur enn enga viðgerð í munni.) 3. Sérlega þarf að vanda val starfsfólks, og ekki síst „umboðsmanns" (sjá síðar) og sambýlinga. 4. Allir sem tengjast Benedikt til lengri eða skemmri tíma þurfa að þekkja viðbrögð við flogaveiki, vera tilbúnir til að verja Benedikt falli þegar þannig stendur á og geta greint á milli stakra og hættulítilla kasta og hættumeiri (og miklu sjaldgæfari) kasta sem krefjast læknisþjónustu eða sjúkrahúsvistar. Gæta þarf að því að lyfjagjöf sé regluleg og í samræmi við læknisráð. Benedikt getur aldrei verið einn í íbúð sinni, hvorki vak- andi né sofandi. Þetta merkir þó ekki að einhver verði stöðugt að vera límdur við hlið hans dag og nótt og hann þarf ekki vakandi næturvakt. 5. Tryggja þarf að Benedikt einangrist ekki, að hann ræki vini sína, fjöl- skyldu og áhugamál, og að hann sé á almennum vinnustað hluta hverrar starfsviku svo sem verið hefur. Þetta tryggir andlega heilsu hans, lífs- gæði og það að hann verði áfram hluti af samfélagi þar sem menn láta sér umhugað um velferð hver annars. Til að þau markmið sem hér hafa verið sett fram náist og stöðugleiki haldist í lífi Benedikts þarf að vanda vel val á starfsfólki hans. Endanlega hvílir sú ábyrgð á starfsfólkinu, að það kerfi, sem hér eru lögð drög að virki og dugi bæði sem líftaug og lykill að lífsgæðum. STUÐNINGSKERFI OG FYRIRKOMULAG ÞESS Hér verður gerð grein fyrir því stuðningskerfi sem virðist geta dugað til að tryggja fötluðum manni eða konu viðeigandi stuðning og samhengi í lífi sínu heima og að heiman. Dæmið af Benedikt verður notað til þess að skýra skipulagið, fyrirkomulag þess og samhengi. Nokkur mismunandi atriði kunna að koma fram við skipulag þjónustu af þessu tagi eftir því hvers eðlis skerðing viðkomandi manneskju er. Til dæmis þurfa einhverjir vakandi næturvakt, aðrir minni stuðning að degi til, og enn aðrir starfsfólk sem kemur aðeins hluta dags eða nokkrum sinnum í viku. Æskilegast væri að starfsfólk hefði viðeigandi menntun til starfa með fötluðu fólki eða reynslu af slíkum störfum, en hér þarf að huga jafnt að manngerð og formlegri kunnáttu. Starfsmenn Benedikt ræður til sín tvo starfsmenn í fullt starf og einn starfsmann í hluta starf (2/3). Einn þeirra aðstoðar Benedikt að morgni dags, hjálpar honum í sturtu (daglega), að 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.