Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 82

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 82
SÉRHÆFÐ ÞEKKING KENNARA dæmi um bókarbundna kennslu, hvernig innlögnum hefur farið fækkandi og þær styst og hvemig kennararnir nota fleiri og fjölbreyttari aðferðir en tíðkaðist. Algengasta skipulag kennslu um 1970 virðist hafa verið að kennari fylgdi námsbók allnákvæmlega. Þessu lýsir Ingimar Yngvason: Þegar ég byrjaði að kenna þáfór ég inn með bókitw mína og kenndi hana, þ.e. ég kenndi jyrirfram gert námsefni. Þannig háttaði reyndar til hjá mér að ég kenndi bæði almenna kennslu og íþróttir og það var sett á mig mikil kennsla. Þetta var ekki frábrugðið því sem algengt var. Auk bókarkennslu var þetta mest töflukennsla. Ingimar heldur áfram: Markmiðskennsla var ekki mjög nákvæm í þá daga. Markmið voru ekki skoðuð mikið eða krufin. Það tíðkaðist ekki. Tinna Ivarsdóttir lýsir meiri fjölbreytni í kennsluaðferðum þannig: Aðferðir við kennslu voru einhæfari þegar ég hóf starf árið 1971; t.d. var kennari miklu háðari kennslubók enda var ekki ætlast til þess að kennt væri öðruvísi. Að verulegu leyti byggðist kennslan á mötun. Nú er meiri hópvinna nemenda og meiri sjálfstæð leit nemenda að svörum undir verkstjórn kennara. Tinna tilgreinir sérstaklega að kennari þurfi einnig að taka tillit til þess að sex ára börn sitja ekki lengur í 40 mínútur og lesa til skiptis, heldur þarf mikla fjölbreytni í aðferðum og efni til að ná árangri. Reyndin er sú að þetta skiptir máli á öllum aldursstigum grunnskólans, þótt fjöl- breytnin sé ekki sú sama í öllum námsgreinum alls staðar. Flestum kennurum ber saman um að minna fari fyrir sameiginlegri innlögn en áður tíðkaðist. Þessu lýsir Björg Helgadóttir: Dregið hefur úr notkun aðferðarinnar bekkur —> kennari (þ.e. kennari kennir bekk, hópkennsla). Minni sameiginleg innlögn, meira einstaklingsnám. Blíða Trostansdóttir tekur í sama streng: Mesti munurinn í starfi mínu sem kennari felst líklega í því að þegar ég byrjaði að kenna, þá var ég mikið uppi við töflu með innlögn. Ég talaði og börnin hlustuðu. Ég var aðfræða. Núna er starf mitt fretnur verkstjórn: ég útvega verkefni, hjálpa til við heimildaleit og annað íþeim dúr. Auðvitað er einnig ein og ein innlögn. Nóra Teitsdóttir setur fyrirvara við að breytingar hafi verið algerar: Námsbókin er ekki jafnstýrandi og hún var en þó ofmikið. Fyrst stýrði hún alfarið, maður fór bara inn með bókina og kenndi hana frá blaðstðu til blaðsíðu. Kennarinn átti að vita allt og þess vegna var erfitt aðfara út fyrir bókina því að auðvitað vissi maður ekki allt. Kennarastarfið er tvímælalaust erfiðara en það var þegar ég byrjaði að kenna en um leið meira gefandi. Það var alls ekki svo erfitt að lesa bók, læra efni hennar og kenna Itana síðan. Samkvæmt þessum frásögnum tel ég óhætt að fullyrða að kennsluaðferðir nú séu fleiri og fjölbreyttari en almennt tíðkaðist um 1970 og ekki síst að fleiri aðferðir séu nú yfirleitt á færi einstakra kennara en tíðkaðist. Þess vegna er undirbúningur kennslu líka flóknari en tíðkaðist. Viðmælendur taka fram að skipulag sé meira skráð fyrir- fram, fjölbreyttari búnaður notaður en áður var o.s.frv. Hallgrímur Kristjánsson lýs- ir þessu vel: 80
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.