Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 112

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 112
FRUMKVÖÐLAR OG ANNAÐ FÓLK í ÓLGUSJÓ UPPLÝSINGA Nú á okkar síðustu póstmódernísku tímum má víða lesa gagnrýni á þurra framsetningu vísindagreina í skýrsluformi um leið og pósitívísk viðhorf til hlut- lægni vísindanna eru gagnrýnd. Því er þá stundum haldið fram að fræðimaðurinn nái oft að túlka veruleikann miklu betur ef hann beitir fyrir sig líkingamáli eins og skáldin gera. Það er í þessum anda sem ég geri tilraun til að túlka niðurstöður rann- sóknar minnar með líkingunni um landkönnuðinn á skólaskipinu. LANDKÖNNUÐURINN Sá sem ætlar sér að kanna ný lönd verður að búa yfir eða þróa með sér ákveðna eiginleika. Hann verður að hafa áhuga á að sjá og uppgötva eitthvað nýtt og óþekkt; vera hrifnæmur. Til þess verður hann að vera tilbúinn til að leggja á sig ferðalög út í óvissuna með tilheyrandi erfiðleikum. Hann verður að hafa góða skipulagsgáfu ásamt frumkvæði og skapgerð ákafamanns sem býr yfir hæfilegri þrjósku og lætur helst ekkert hindra sig í að ná settu marki. Þegar hann hefur náð því nýtur hann þess að fá athygli og aðdáun umheimsins. Með ferðum sínum myndar hann tengsl við fólk um víða veröld en landkönnuðurinn verður að hafa jákvætt og fordómalaust viðhorf til þess margvíslega fólks sem hann hittir á ferðum sínum. Að vera landkönnuður verður fljótlega að lífsstíl þannig að landkönnuður greinir ekki skarpt á milli einkalífs síns og starfs síns sem landkönnuðar. Þvert á móti nýtir hann persónulega reynslu með því að tengja hana því sem honum gæti komið að góðu gagni á ferðum sínum. Þessi lýsing á að mjög miklu leyti við um Heklu. Það er kona sem hrífst auð- veldlega af nýjungum og fer jafnframt strax að hugsa um hvernig nýjungin geti nýst í kennslu. Mérfannst petta samt mjög spennandi miöill og mér datt í hug hvernig væri hægt að nota þetta í kennslu af því að ég var alveg viss um að þetta mundi koma sko - bara eftir að hafa séð vefsíðu.2 Skipulagsgáfan og frumkvæðið verða til þess að frumkvöðullinn lætur ekki sitja við orðin tóm. Þó að maður kunni ekkert á tæknina lætur maður það ekki verða til þess að stoppa sig og hefur ekki áhyggjur af að slíkt verði of flókið eða erfitt í framkvæmd heldur lítur á það sem hvert annað verk sem verður að ganga í að leysa ætli maður að komast leiðar sinnar. Sá sem hefur hugarfar landkönnuðar má ekki vera að því að bíða eftir að tæknin verði auðveldari - þvert á móti verður hann að vera fljótur að nýta sér nýja tækni ef aðrir eiga ekki að finna löndin á undan honum. Og þá verður hann að fá sér aðstoðarmenn sem kunna á tæknina og fljótlega kemst hann að því að ef hann ætlar að komast áfram verður hann að læra á tæknina sjálfur. í rannsókn minni kom víða fram að Hekla er ófeimin við að breyta um stelling- ar í kennarahlutverkinu, að bregða sér úr hefðbundnu hlutverki fræðarans yfir í það að vera meira til aðstoðar eftir því sem nemendur þurfa. Nýjungagirnin er líka greinilega mikill hvati og þeim sem er frumkvöðull finnst endurtekning svo leiðin- 2 Tilvitnanir í frumkvöðulinn, sem var viðfangsefni mitt, eru byggðar á viðtali sem tekið var í nóvember 1998. Sjá nánar Þuríði Jónu Jóhannsdóttur 1998. 110
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.