Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 122
TÖLVUMENNING ÍSLENSKRA SKÓLA
um skólum og því var rannsókn þessi gerð. Hún var mjög umfangsmikil og því er
eingöngu hægt að greina frá helstu niðurstöðum í þessari grein. Er sjónum sérstak-
lega beint að kynja- og aldursmuni í færni og viðhorfum og þeim þáttum sem helst
gátu skýrt kynjamun í færni. En fyrst verður gerð stutt grein fyrir því sem vitað var
um stöðu mála hérlendis fyrir rannsóknina og einnig mun ég skýra nánar hvað ég á
við þegar ég nota hugtakið tölvumenningu skóla og hvernig helstu þættir sem ein-
kenna slíka menningu geta haft áhrif á hvort kynjamunur kemur fram í tölvunotkun
nemenda.
BAKGRUNNUR
Fyrri rannsóknir á íslandi - Kynjamunur tengdur tölvunotkun
Mikill kynjamunur hefur komið fram í nýlegum könnunum hérlendis á tölvu- og
Netnotkun.' Þó ekki séu til mikil eða ítarleg gögn sem snúa sérstaklega að notkun
barna og unglinga gefa þau gögn þó sterkar vísbendingar um ástand mála. Niður-
stöður rartnsóknarinnar Ungt fólk '97,1 2 sem Rannsóknastofnun uppeldis- og mennta-
mála (RUM) gerði vorið 1997 (Inga Dóra Sigfúsdóttir 17.4.1998) meðal flestra nem-
enda (7785 alls) í 9. og 10. bekk grunnskóla leiddu t.d. í ljós að tæplega þriðjungur
þeirra sagðist nota Netið. Mun fleiri piltar en stúlkur voru í þeim hópi. Tæplega
42% pilta notuðu Netið í hverri viku en tæplega 23% stúlkna. Meðal pilta var
hlutfall þeirra sem sögðust nota Netið tvær klukkustundir eða meira á viku tæplega
26%. Sambærilegt hlutfall stúlkna var einungis 12%. Þá sögðust um 53% drengja
nota tölvur tvo tíma á viku eða lengur en um 25% stúlkna og um 60% drengja
kváðust nota tölvuleiki tvo tíma á viku eða lengur, en um 12% stúlkna.
Svipaðar niðurstöður komu fram varðandi Netnotkun í rannsókn sem gerð var
í janúar 1997 (Sólveig Haraldsdóttir og Svava Guðjónsdóttir) og miðaði einkum að
því að kanna hvort unglingar fengju bækur í jólagjöf (tölvuleiki o.fl.) en kannaði
einnig Netnotkun utan skóla meðal 354 14 og 16 ára unglinga (slembiúrtak). Könn-
unin sýndi að um marktækan kynjamun var að ræða í Netnotkun nemenda. Mun
hærra hlutfall drengja (68%) en stúlkna (48%) sagðist nota Netið og enn fremur var
næstum fjórðungur drengja sem sagðist nota Netið a.m.k. einu sinni í viku en ein-
ungis 8% stúlkna sögðust nota það svo oft. Mikill munur var því á kynjum en virtist
ekki koma fram í skólanotkun, þar eð 19% bæði stúlkna og drengja sögðust ein-
hvern tímann hafa notað Netið í skóla og sláandi var reyndar hversu miklu hærra
hlutfall unglinga af báðum kynjum notaði Netið í heimahúsi en í skóla. í könnun
Sólveigar og Svövu kom einnig fram að mestur kynjamunur í Netnotkun virtist
vera í tengslum við vefinn: 60% af drengjunum sögðust hafa notað vefinn en ein-
göngu 33% af stúlkunum. Á hinn bóginn höfðu 43% drengjanna prófað tölvuspjall
en 30% stúlkna; 16% af drengjunum og 9% af stúlkunum höfðu notað tölvupóst; og
1 Ég valdi að nota orðið Netið sem íslenska þýðingu á enska orðinu Intemet sem er í samræmi við notkun
Ríkisútvarpsins og gefið upp sem ein þýðing á orðinu Intemet í Orðabanka íslenskrar málstöðvar.
2 í könnuninni var einnig spurt um nám og þætti tengda námi, lífsstíl, félagsleg tengsl, andlega líðan og
líkamlega heilsu, vímuefnaneyslu og ofbeldis- og afbrotaferil.
120