Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 169

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 169
JOHN DEWEY tiltæks tækjabúnaðar. Ég þarf ekki að fjölyrða um vísindin sem hér koma við sögu - rannsóknina á þráðunum, á landfræðilegum einkennum, skilyrðunum sem hráefnin eru ræktuð við, hinum miklu miðstöðvum framleiðslu og dreifingar, eðlisfræðina sem fólgin er í vélbúnaði framleiðslunnar; og ekki heldur um sögulegu hliðina - áhrifin sem þessar uppfinningar hafa haft á mannkynið. Það má þjappa sögu alls mannkyns saman í þróun hör-, baðmullar- og ullarþráða til nota í fatnað. Ég á ekki við að þetta sé eina, eða besta, samþjöppunin. En rétt er að þannig opnast vissar mjög raunverulegar og mikilvægar leiðir til að íhuga sögu mannkyns - að hugurinn kemst í kynni við langtum djúptækari og sterkari áhrif en þau sem koma fram í þeim stjórnmála- og ártalaskrám sem venjulega ganga undir nafninu saga. Það sem á við um þetta eina dæmi um þræði sem notaðir eru í vefnað (og vitan- lega hef ég aðeins talað um eitt eða tvö undirstöðuþrep í því ferli) á að sínu leyti við um sérhvert efni sem notað er í sérhverju starfi og um þær aðferðir og vinnubrögð sem notuð eru. Starfið gefur barninu ósvikna hvatningu; það gefur því reynslu milliliðalaust; það kemur því í snertingu við raunverulega hluti. Starfið gerir allt þetta, en þar að auki er það hafið yfir þetta því að það umbreytist í söguleg og félagsleg gildi og vísindaleg jafngildi. Eftir því sem barnið þroskast andlega og þekking þess eykst hættir þetta að vera einvörðungu skemmtilegt starf og verður æ meir miðlunartæki, verkfæri, tæki til skilnings - og gerbreytist þar með. Þetta snertir svo aftur kennsluna í raunvísindum. Við núverandi aðstæður verður allri starfsemi, eigi hún að bera tilætlaðan árangur, að vera stjómað einhvers staðar og einhvern veginn af sérfræðingum í vísindum - um er að ræða nytjavís- indi. Þessi tengsl ættu að ákvarða stöðu þeirra í menntuninni. Það er ekki einasta að störfin, hin svokallaða handavinna eða verknám í skólanum, gefi tækifæri til að innleiða vísindi sem varpa ljósi á þessi störf og gera þau að efni sem er hlaðið merk- ingu, í staðinn fyrir að vera bara tæki handar og auga, heldur er það þannig að hinn vísindalegi skilningur sem þannig fæst verður ómissandi verkfæri frjálsrar og virkrar þátttöku í nútíma samfélagi. Platon talar einhvers staðar um þrælinn sem mann sem lætur ekki í ljós eigin hugmyndir með athöfnum sínum heldur hug- myndir einhvers annars. Það er samfélagsvandi okkar nú, enn brýnni en á dögum Platons, að aðferð, tilgangur og skilningur séu til staðar í vitund þess sem vinnur verkið, að starfið hafi merkingu fyrir hann sjálfan. Þegar verkleg störf í skólanum eru hugsuð með þessum víðsýna og myndarlega hætti get ég ekki annað en staðið furðu lostinn gagnvart þeim mótbárum sem svo oft heyrast að slík störf eigi ekki heima í skólanum vegna þess að þau beinist að efnis- hyggju, nytsemi í þröngri merkingu eða séu jafnvel lítilmótleg. Mér virðist stundum að þeir sem koma með þessar mótbárur hljóti að lifa í allt öðrum heimi. Heimurinn sem flest okkar lifa í er heimur þar sem allir hafa einhverja atvinnu, eitthvert starf, eitthvað að gera. Sumir eru yfirmenn og aðrir eru undirmenn. En það sem skiptir máli fyrir báða aðila er að sérhver hafi fengið þá menntun sem geri honum kleift að sjá í daglegu starfi sínu allt sem í því felst af víðtæku og mannlegu gildi. Hversu margir launþegar nú á dögum eru ekki bara viðauki við vélamar sem þeir vinna við! Þetta kann að vera að hluta til vélinni sjálfri að kenna eða „kerfinu" sem leggur svo mikla áherslu á framleiðslu vélarinnar, en það er áreiðanlega að miklu leyti því að kenna að verkamaðurinn hefur 167
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.