Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 11
SIGRÍÐUR Þ. VALGEIRSDÓTTIR
DANSMENNT í GRUNNSKÓLUM
Dansinn hefur fylgt mannkyninu frá ómunatíð. í pessari grein fjallar höfundurinn um
stöðu dansins sem almennrar námsgreinar í breskum, norskum og íslenskum skólum.
Samanburður námskráa pessara priggja ríkja varpar Ijósi á mismunandi skilning á grein-
inni. - Hugtakið „dansmennt" er kynnt ogfærðfyrir pví rök að mikilvægt sé að námsgrein
með pví heiti, hliðstæðri öðrum listmenntum (tónmennt, myndmennt...) verði fundinn
staður í íslenska grunnskólanum og kennaramenntun taki mið afpví, bæði hin almenna og
sértæk menntun sem efna pyrfti til.
INNGANGUR
Dans virðist einkenna mannlífið svo langt aftur í aldir sem rakið verður. I samantekt
um sögu dansins í Evrópu (Quirey 1976) er bent á samfellda danshefð í Evrópu allt
frá mínóskri menningu á Krít, sem talin er hafa verið í mestum blóma um 1400-1200
f. Kr. Getið er um tvær tegundir söngdansa, hringdans og hringleik, sem rekja má til
þess tíma og staðfestir eru í lýsingum Hómers frá 9.-10. öld f. Kr. Þar koma fram
báðar þessar tegundir söngdansa og samsvara miðaldadönsunum branle (hringdansi-
/vikivaka) og farandole (hringleik/hringbroti). Þessa dansa er einnig að finna í rituð-
um heimildum um dansa á miðöldum, (Arbeau 1588). Arngrímur lærði (1609) virðist
nefna fyrri danstegundina hringdans, og síðar fær hún nafnið vikivaki. Leifar af þessari
danstegund finnast víða í Suður-Evrópu, hér á landi og í Færeyjum þar sem ein gerð
branle-dansa hefur varðveist sem almennur dans, að því er virðist í órofinni hefð.
Síðari tegund hringdansa virðist fyrr á öldum hafa verið nefnd hringleikur og
síðar hringbrot hér á landi. Samkvæmt Belindu Quierey ber hann öll merki þess að
vera sami dans sem Hómer getur um og nefndur var farandole á miðöldum. Að því
er best verður séð er það sami dans/leikur og getið er í Crymogæu Arngríms lærða
(1609).
Hér á landi var vikivaki dansaður fram undir 1800. í viðtali við Helga Valtýs-
son á Akureyri (Sigríður Þ. Valgeirsdóttir og Mínerva Jónsdóttir 1963) kom fram að
árið 1902 ferðuðust hann og norsk kona, Hulda Garborg, um Borgarfjörð í leit að
vikivökum og fundu þau dansinn Ólaf liljurós. Helgi skráði dansinn og var hann
ásamt fleiri vikivökum og söngdönsum gefinn út árið 1930. í þessum eina dansi
hafa varðveist tvær gerðir branle-spora, og nefnir Helgi Valtýsson þær hægt viki-
vakaspor og venjulegt vikivakaspor. Aðeins hið síðarnefnda hefur varðveist í fær-
eyskum dansi.
Þjóðdansar Norður-Evrópu nú á tímum eru yfirleitt af allt öðrum stofni og
miklu yngri en vikivakarnir. Algengastir eru pardansar af sama stofni og gömlu
dansarnir hér á landi og gagndansar (contra dances) sem voru fyrirrennarar þeirra.
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 9. árg. 2000
9