Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 21
SIGRÍÐUR P. VALGEIR5DÓTTIR
í dansi hliðstætt því sem þegar er á sviði tónmennta. Samkvæmisdans er þar með-
talinn þó að hann teljist hér á landi til keppnisíþrótta og verði þar eflaust sem val-
grein.
Helsti munur á námskránum þremur
Námskrárnar sem eru frá svipuðum tíma eru að hluta ólíkar en eiga þó ýmislegt
sameiginlegt. Fyrst má nefna að dansmennt/dans er í íslensku námskránni sjálf-
stæð grein á sviði lista (1997) en í hinum námskránum hluti af námsgreininni íþrótt-
ir. í norsku námskránni (1996) er dans einnig að finna sem stuðningsgrein í tónlist
(bls. 240-247). í bresku námskránni (1996) er dans sjálfstæður hluti af íþróttum en í
þeirri norsku er íþrótta- og dansmarkmiðum blandað saman, einkum á fyrstu fjór-
um árunum. Nokkur munur er á markmiðum dans/dansmennta í íslenskri nám-
skrá í listum (1998) og hinum tveimur. Segja má að í þeim síðarnefndu sé meiri
áhersla á að kunna tilteknar tegundir dansa, m.a. þjóðdansa/gamalla dansa, en hér
á landi benda markmiðin til meiri áherslu á tjáningu, túlkun og listræna sköpun
nemenda. Muninn má auðveldlega skýra út frá stöðu greinanna í námskrá þar sem
dans er hér á landi sjálfstæð grein á listasviði en hinar tvær hluti annarra greina og
lúta því meginmarkmiðum þeirra. Allar námskrárnar leggja áherslu á félagslegan
þátt dansins.
Um ellefu ára aldur verður dans valgrein í Bretlandi en dans sem skyldugrein
heldur einnig áfram fyrir þá sem ekki kjósa hann sem valgrein. í Noregi geta nem-
endur á sama aldri valið smá verkefni eða eitthvað verklegt á tilteknu sviði, eflaust í
dansi sem öðrum greinum. í báðum þessum löndum getur dans verið valgrein í síð-
ustu bekkjum grunnskóla.
Segja má að við séum á byrjunarreit hvað þetta snertir. Samkvæmt íslensku
námskránni geta skólar samþætt dans við aðrar greinar og valið að bjóða upp á
dans fyrir alla sem hluta af lífsleikni frá 10 ára aldri og væntanlega getur dans í
framtíðinni orðið valgrein í efstu bekkjum grunnskóla eins og aðrar valgreinar.
HUGMYNDIR UM ÚTFÆRSLU DANSMARKMIÐA
í ÍSLENSKUM GRUNNSKÓLUM
Markmið aðalnámskrár ná til nokkurra meginatriða sem eru sameiginleg öllum list-
greinum og annarra sem sérkenna dansmenntanám. Gert er ráð fyrir að markmið
séu fyrir nemendur og þeim kynnt þau, en hlutverk kennara sé að skapa þroska-
vænlegt umhvefi sem örvi nemendur til að takast á við markmiðin og ná þeim.
Nokkur dæmi eru gefin um útfærslu einstakra markmiða hér á eftir og enn nánar í
viðauka 3 (bls. 31-34).
1. Tjáning, túlkun og skapandi hugsun
Meginmarkmið allra listgreina eru tjáning, túlkun og örvun skapandi hugsunar. Skapa
þarf yngstu bömunum aðstöðu til að uppgötva ýmislegt í umhverfinu og tjá það og
túlka í hreyfingum. í kennslu er áherslan því á að laða fram hugmyndir barna og
sjálfstæðar ákvarðanir fremur en að láta þau fylgja fyrirmælum um tiltekin spor eða
19