Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Síða 32
DANSMENNT Í GRUNNSKÓLA _____________________________________________________
VIÐAUKI 2
Markmið í dansi, sbr. Læreplanverket for den 10-árige grunnskolen
(1996).
1. Markmið í íþróttum og dansi á miðskólastigi, 5.-7. bekk
Nemendur í 5. bekk þrói kunnáttu, sköpunarhæfileika og færni á breiðu
sviði „valdra leikja, hópíþrótta, einstaklingsíþrótta og dansgerða."
a. Nemendur í 5. bekk læri „úrval hópleikja, einstaklingsíþrótta og dansa" og
þrói hrynjandi og jafnframt skapandi hugsun með þátttöku í þjóðlegum og
alþjóðlegum þjóðdönsum og skapandi dansi.
b. Nemendur í 6. bekk efli færni í mismunandi dansgerðum til að auka skiln-
ing á tjáningu og hefðum á ólíkum menningarsvæðum. Einnig skulu nem-
endur tileinka sér þekkingu um dans sem þjálfunar- og tjáningarform með
þátttöku í „jákvæðum" hreyfingum. Þá fái þeir æfingu í að búa til einfalda
dansa við mismunandi tónlist.
c. Nemendur í 7. bekk skulu læra úrval alþjóðlegra og þjóðlegra dansa og
semja eigin dansa út frá myndum, myndastyttum, texta, eigin reynslu eða
geðrænu ástandi.
2. Markmið í dansi á unglingastigi, 8.-10. bekk
Nemendur skulu þróa færni í ólíkum danstegundum til að auka skilning á
tjáningu og hefðum ólíkra menningarheilda. Þeir skulu tileinka sér þekk-
ingu á dönsum sem þjálfunar- og tjáningarformi með jákvæðri reynslu af
þátttöku.
a. Nemendur í 8. bekk skulu læra dansa sem eiga rætur í menningu ungs
fólks. í öðru lagi skulu þeir þróa færni sína og kunnáttu á sviði þjóðdansa
og gamalla dansa, bæði norskra og erlendra. í þriðja lagi skulu nemendur
kynnast danstækni, t.d. jassdansi og afrískum dansi, til að öðlast jákvæða
reynslu af líkamanum sem tjáningartæki.
b. Nemendur í 9. bekk skulu efla þekkingu og hæfni í samdönsum,
staðbundnum, þjóðlegum og erlendum, sem og dönsum sem eiga rætur í
unglingamenningu. Einnig skulu nemendur vinna með skapandi dans og
danstækni til að öðlast reynslu af dansi til þjálfunar og til listrænnar
túlkunar.
c. Nemendur í 10. bekk skulu reyna á getu sína og hugmyndir við að semja
eigin dansa og taka virkan þátt í að þróa dansverk og sýna þau. Einnig
skulu nemendur þróa skilning á dönsum sem tjáningarformi með mati á
eigin verkum og annarra.
Óljóst er hvort nemendur geta valið dans eða valið sig frá dansi á miðskólastigi en
tekið er fram (bls. 334) að dans í félögum og öðrum mennta- eða tómstundastofn-
unum geti verið ein af valgreinum nemenda á unglingastigi.
Námsmat er ekki sérstaklega skilgreint fyrir íþróttir.
30