Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Qupperneq 43
GUÐBJÖRG VILHJÁLMSDÓTTIR
tengmg (differentiation og integration). Aðgreining er sá fjöldi ólíkra mælikvarða (dim-
ension) sem einstaklingurinn notar til að mynda sér skoðun á einhverju fyrirbæri (Trip-
odi & Bieri, 1964 í Kortas, Neimeyer & Prichard, 1992). Samtenging vísar til tenginga á
milli mælikvarða er einstaklingurinn myndar sér skoðun á einhverju fyrirbæri (Cochran,
1977). I þessari rannsókn er stuðst við þá aðferð sem Kelly beitti fyrstur manna við að
greina framfarir í þróun starfshugmynda. Þar er gengið út frá nýlegum rannsóknum,
þar sem lagt er til að unnt sé að mæla starfsþroska með mælingum á starfshugmyndum
(Kortas, Neimeyer, Prichard, 1992, Neimeyer, 1989, Neimeyer, 1988, Neimeyer &
Metzler, 1987). Aðferð Kelly er að biðja svaranda um að leggja marga mælikvarða, t.d. 10
talsins, á álíka mörg störf. A ensku heitir þetta mælitæki repertory test grid.
Rannsókn Kortas og félaga frá 1992 leiddi í ljós töluverð tengsl ákvarðanatöku-
stíls við innri skipan starfshugmynda. Ákvarðanatökustíll er skilgreindur sem „sú
aðferð sem beitt er við að nálgast, bregðast við og aðhafast í aðstæðum sem kalla á
ákvarðanatöku" (Arroba, 1977, bls. 150). Ljóst er að mikilvægt er að gera mælingar
á slíkum aðferðum í ákvarðanatöku þegar það er markmið í náms- og starfsfræðslu
að nemendur taki rökstuddar ákvarðanir.
í þessari rannsókn var lagt mat á eftirtalda þætti:
1. Rökstutt og raunhæft námsval eftir grunnskóla (Hefur valið námsbraut,
raunhæft námsval, hefur leitað og aflað upplýsinga um skóla og nám.)
2. Rökstudd og raunhæf áætlun um líklegt framtíðarstarf (Getur nefnt lík-
legt framtíðarstarf, hefur aflað sér þekkingar um líklegt framtíðarstarf,
hefur leitað og aflað upplýsinga um störf.)
3. Ákvarðanataka (Ánægja og vissa með námsval, erfiðleikar í náms- og
starfsvali, virkur/óvirkur ákvarðanatökustíll (virk (active) eða óvirk
(passive) aðferð við að taka ákvarðanir), samspil ákvarðanatökustíls og
vissu í námsvali.)
4. Þróun á skipulagi starfshugmynda
5. Mat nemenda á fræðslunni (Nemendur meta að hvaða marki fræðslan
hjálpaði þeim við að afla upplýsinga, gera upp hug sinn, kanna áhuga
sinn, o.s.frv.)2
AÐFERÐ
Þátttakendur. Þátttakendur voru nemendur í 10. bekk, á aldrinum 15-16 ára. Þátttak-
endafjöldi takmarkaðist af því að nemendur mættu í skólann báða fyrirlagnardag-
ana, að hausti 1995, áður en fræðsla fór fram, og að vori 1996. Þátttakendur voru
2 Samkvæmt Oliver og Spokane (1988) eru meginsvið árangursmælinga á aðstoð vegna náms- og starfsvals þrjú að
tölu: ákvarðanataka um nám og störf, skilvirkni í náms- og starfshlutverki og mat á aðstoð. í þessari rannsókn eru
gerðar mælingar á viðmiðum sem heyra undir hvert þessara sviða. Sem dæmi um fyrsta svið, ákvarðanatöku um
nám og störf, tiltaka þeir nákvæmni í sjálfsþekkingu, raunhæfi vals, upplýsingaleit um nám og störf, ákveðni og
ánægju. Liðir 1-3 hér að ofan falla undir þetta svið. Sem dæmi um annað svið, skilvirkni í náms- og starfshlutverki,
tiltaka þeir frammistöðu í námi, leikni í viðtölum, starfsþroska, sjálfsálit, kvíða og þörf fyrir árangur. Liður 4 hér að
ofan fellur undir þetta svið. Sem dæmi um þriðja svið, mat á aðstoð, er mat svarenda á ánægju með aðstoðina og
að hvaða marki þeir telji hana árangursríka. Liður 5 hér að ofan fellur undir þetta svið.
41